„Forseti Bandaríkjanna“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:USPresidentialSeal.jpg|thumb|Skjaldarmerki forsetaembættisinsembættis forseta Bandaríkjanna.]]
'''Forseti Bandaríkjanna''' ([[enska|e.]]: ''President of the United States of America'') er hvort tveggja [[þjóðhöfðingi]] og æðsti maður [[ríkisstjórn]]ar í [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]]. Embættið var stofnað við fullgildingu [[Stjórnarskrá Bandaríkjanna|stjórnarskrár Bandaríkjanna]] árið [[1789]]. [[Þrískipting ríkisvaldsins]] er í hávegum höfð í bandarískri stjórnskipun og er forsetinn yfir [[framkvæmdavald]]inu. [[Löggjafarvald]]ið liggur hjá [[Bandaríkjaþing|þinginu]] og [[dómsvald]]ið hjá [[Hæstiréttur Bandaríkjanna|Hæstarétti]]. Völd forsetans eru skilgreind í 2. grein stjórnarskrárinnar en þau eru helst að hann er æðsti yfirmaður [[Bandaríkjaher|heraflans]], getur synjað lögum staðfestingar, hann skipar ráðherra í ríkisstjórn, [[náðun|náðar]] menn og skipar með samþykki [[Öldungadeild Bandaríkjaþings|Öldungadeildarinnar]] í stöður æðstu embættismanna, sendiherra og dómara á alríkisstigi. Kjörtímabil forsetans er 4 ár og honum er ekki heimilt að sitja fleiri en tvö tímabil. Embætti [[Varaforseti Bandaríkjanna|varaforseta]] er einnig til staðar en varaforsetinn tekur við embætti forseta ef sá síðarnefndi fellur frá eða segir af sér.