„Mön“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Dexbot (spjall | framlög)
m Removing Link GA template (handled by wikidata)
mEkkert breytingarágrip
Lína 36:
Eyjan hefur verið byggð frá því fyrir 6500 f.Kr. Mön er ein af sex þjóðum [[keltar|kelta]] og [[manska]], sem er [[gelísk mál|gelískt mál]], kom fram á sjónarsviðið á [[5. öldin|5. öld]]. [[Játvin af Norðymbralandi]] lagði eyjuna undir sig árið [[627]]. Á [[9. öldin|9. öld]] settust [[norræna|norrænir menn]] að á eyjunni. Mön varð síðan hluti af [[Konungsríki Manar og eyjanna]] sem náði yfir [[Suðureyjar]] og Mön. [[Magnús berfættur]] Noregskonungur bar þannig titilinn „konungur Manar og eyjanna“. Árið [[1266]] varð eyjan hluti af [[Skotland]]i samkvæmt [[Perth-samningurinn|Perth-samningnum]]. Eftir tímabil þar sem ýmist [[Skotakonungur|Skotakonunga]] eða [[Englandskonungur|Englandskonungar]] fóru með völd á eyjunni varð hún [[lén]] undir ensku krúnunni árið [[1399]]. Lávarðstitillinn gekk til bresku krúnunnar árið [[1765]] en eyjan varð þó aldrei hluti af [[Breska konungdæmið|Breska konungdæminu]], heldur hélt sjálfstæði sem [[krúnunýlenda]].
 
Á eyjunni búa rúmlega 80 þúsund manns. [[Manska]] dó út sem [[móðurmál]] á eyjunni um [[1974]] og nú tala hana aðeins um 100 manns. Eyjan er [[skattaskjól]] með fáa og lága [[skattur|skatta]]. Undirstaða efnahagslífs eyjarinnar eru [[Aflandsbanki|aflandsbankaþjónusta]], [[iðnaður]] og [[ferðaþjónusta]].
 
==Heiti==
Heiti eyjarinnar á mönsku er ''Ellan Vannin''. ''Ellan'' merkir „[[eyja]]“ en ''Vannin'' er eignarfall orðsins ''Manu'' eða ''Mana''. Ekki er vitað með vissu hvað ''Manu'' eða ''Mana'' vísar til. Sumir telja það vísa til keltneska sjávarguðsins [[Manannán mac Lir]], en aðrir telja að guðinn sé nefndur eftir eyjunni. Hliðstæða við nafn Manar er velska heitið á [[Anglesey]], ''Ynys Môn''. Velska orðið ''mynydd'', [[bretónska]] orðið ''menez'' og [[gelíska]] orðið ''monadh'' eru öll af sömu rót og merkja „fjall“ sem gæti vísað til þess hvernig eyjan rís úr Írlandshafi.
 
Elstu heimildir um eyjuna eru [[Rómaveldi|rómversk]] rit þar sem hún er kölluð ''Mona'', ''Monapia'', Mοναοιδα (''Monaoida''), Mοναρινα (''Monarina''), ''Menavi'' og ''Mevania''. Írskir höfundar nefndu hana ''Eubonia'' eða ''Eumonia'' á latínu, í velskum heimildum kemur hún fyrir sem ''Manaw'' og í norrænum ritum sem ''Mön''.
 
==Saga==
Eyjan skildi við Bretland og Írland vegna hækkandi sjávarborðs fyrir um 10.000 árum. Talið er að menn hafi sest þar að fyrir 6500 f.Kr. á [[miðsteinöld]]. Þessir fyrstu íbúar lifðu af fiskveiðum og söfnun. Lítil verkfæri úr tinnusteini og beini hafa fundist sem minjar um þá. Á [[nýsteinöld]] hófst [[landbúnaður]] á eyjunni. Þá voru reistir [[jötunsteinn|jötunsteinar]] sem enn sjást á eyjunni. Á [[bronsöld]] voru reistir [[grafhaugur|grafhaugar]] yfir látna einstaklinga.
 
Á [[járnöld]] eru merki um aukin menningaráhrif frá Írlandi og Skotlandi og manska varð til, en hún er náskyld [[írska|írsku]] og [[gelíska|gelísku]]. [[Hæðavirki]] voru reist og timburklædd [[hringhús]]. Hugsanlega voru fyrstu keltnesku íbúar Manar [[Bretar]] frá Bretlandi. [[Rómaveldi|Rómverjar]] lögðu eyjuna aldrei undir sig, þótt þeir vissu vel af henni. Samkvæmt arfsögn átti heilagur [[Maughold]] að hafa kristnað eyjuna á [[5. öld]].
 
Norrænir [[víkingar]] komu til eyjarinnar á [[9. öld]] og hófu að setjast þar að um 850. Eyjan varð hluti af ríki [[Konungsríkið Dyflinni|konunga Dyflinnar]] og frá [[990]] til [[1079]] var hún hluti af ríki [[Eyjajarlar|Eyjajarla]]. Þing Manar, [[Tynwald]], var að sögn stofnað árið [[979]]. Árið 1079 lagði [[Guðröður Crovan]] eyjuna undir sig og bjó til konungsríkið [[Mön og eyjar]] sem náði líka yfir [[Suðureyjar]]. Að nafninu til var þetta ríki hluti af veldi [[Noregskonungur|Noregskonunga]] en þeir höfðu í reynd lítið af eyjunni að segja. Árið [[1266]] fengu Skotar Mön og eyjarnar með [[Perth-sáttmálinn|Perth-sáttmálanum]] við [[Magnús lagabætir|Magnús lagabæti]]. Íbúar Manar börðust gegn yfirráðum Skota en biðu ósigur í [[orrustan um Ronaldsway|orrustunni um Ronaldsway]] 1275.
 
Stríðin milli [[England]]s og Skotlands á 13. og 14. öld urðu til þess að yfirráð yfir eyjunni gengu sitt á hvað þar til England vann endanlegan sigur árið [[1346]]. Árið [[1405]] fékk [[John Stanley af Mön]] eyjuna sem lén frá [[Hinrik 4. Englandskonungur|Hinriki 4.]] Stanleyfjölskyldan ríkti síðan yfir eyjunni næstu aldir, fyrir utan stutt skeið í [[Enska borgarastyrjöldin|Ensku borgarastyrjöldinni]]. Árið [[1736]] lést síðasti erfingi titilsins og eyjan gekk til skoska aðalsmannsins [[James Murray af Atholl]]. Á [[18. öld]] varð [[smygl]] ástæða fyrir afskiptum [[breska þingið|breska þingsins]] af málefnum Manar en manska þingið var áfram aðallöggjafi eyjarinnar. Árið [[1765]] seldi [[Charlotte Murray af Atholl]] eyjuna til bresku krúnunnar sem skipaði landstjóra.
 
Árið [[1866]] fékk eyjan nokkra sjálfstjórn í landstjóratíð [[Henry Brougham Loch]]. Þá urðu fulltrúar í kjördeild þingsins, [[House of Keys]], kjörnir fulltrúar, fyrsta járnbrautin var opnuð og skipuleg ferðaþjónusta hófst. Í [[Fyrri heimsstyrjöld|Fyrri]] og [[Síðari heimsstyrjöld]] rak [[breski herinn]] [[fangabúðir]] á eyjunni. Árið [[1949]] var stofnað [[framkvæmdaráð]] með kjörnum fulltrúum.
 
==Efnahagslíf==
Þegar ferðaþjónustu hnignaði sem undirstöðuatvinnugrein á síðari hluta 20. aldar ákvað þingið að breyta eyjunni í [[skattaparadís]]. Á Mön er enginn [[skattur á söluhagnað]], [[auðlegðarskattur]], [[stimpilgjald]] eða [[erfðaskattur]] og [[tekjuskattur]] er að hámarki 20%. Að auki er skattaþak í gildi sem nemur 115 þúsund pundum á hvern einstakling en tekjuskattur miðast við alþjóðlegar tekjur íbúa fremur en innlendar tekjur.
 
[[Fyrirtækjaskattur]] er í flestum tilvikum enginn. Undanþága frá þessu er 10% skattur á hagnað [[banki|banka]] og á leigutekjur af eignum á eyjunni.
 
[[Aflandsbanki|Aflandsbankaþjónusta]], iðnframleiðsla og ferðaþjónusta eru undirstöðuatvinnugreinar á Mön, en framlag fiskveiða og landbúnaðar fer minnkandi sem hlutfall af vergri landsframleiðslu. Verslun er mest við Bretland og eyjan er í tollabandalagi með Bretlandi.
 
[[Kvikmyndagerð]] á Mön er styrkt með opinberri þátttöku í framleiðslukostnaði og frá 1995 hafa 80 kvikmyndir verið teknar á eyjunni. Þetta hefur verið gagnrýnt þar sem fjárfestingin skilar miklu tapi.
 
===Geimferðir===
Mön hefur orðið að miðstöð fyrir [[geimferð einkaaðila|geimferðir einkaaðila]]. Margir þátttakendur í [[Google Lunar X Prize]] eru frá eyjunni. Árið 2010 var eyjan í fimmta sæti yfir þær þjóðir sem talið er að muni næst lenda á tunglinu. Manska fyrirtækið [[Excalibur Almaz]] hefur verið að þróa þar [[geimstöð]]var sem byggja á hlutum frá sovésku [[Almazáætlunin]]ni.
 
==Tenglar==
* [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1847825 „Fangarnir frá Íslandi“]
 
{{commonscat|Isle of Man}}