„Nína Sæmundsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m fallbeyging
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
 
'''Nína Sæmundsson''' (fædd '''Jónína Sæmundsdóttir''' í [[Nikulásarhús]]um í [[Fljótshlíð]] [[1892]], dáin í [[Reykjavík]] [[1965]]) var íslenskur [[myndlist]]armaður, sem starfaði lengst af í [[BNA|Bandaríkjunum]]. Nína nam við hina ''Konuglegu dönsku listaakademíu'' í [[Charlottenborg]]arhöll undir leiðsögn [[Julius Schultz]] og [[Einar Ultzon-Frank]]. Þekktust er hún fyrir [[höggmynd]]ir sínar, þ.á m. ''Sofandi drengur'', ''Móðurást'', ''[[Afrekshugur]]'', sem stendur yfir aðalanddyri [[Waldorf-Astoria]] [[hótel]]sins við [[Park Avenue]] í [[New York]]. Höggmynd hennar, ''Hafmeyjan'', sem var á [[Tjörnin]]ni í Reykjavík, var sprengd í loft upp á [[nýársdagur|nýársdag]] [[1960]]. Nína helgaði sig málaralist síðustu æviár sín.
 
Árið [[2004]] færði [[Ríkey Ríkarðsdóttir]], myndlistarkona og náfrænka Nínu, [[Listasafn Reykjavíkur|Listasafni Reykjavíkur]] að gjöf 11 höggmyndir eftir Nínu.