'''Skoska''' (skoska '''Scots''') er [[Vesturgermönsk tungumál|vesturgermanskt tungumál]] talað í [[Skotland]]i af yfir 1,5 milljónum manns. Sumir telja skosku vera [[mállýska]] úr [[enska|ensku]] en ekki aðgreint tungumál. Þetta er ágreiningsmál á meðal málamanna og fræðimanna. Stundum er skoska nefnd ''Lowland Scots'' í Skotlandi til þess að greina sundur skosku og [[skosk gelíska|skoska gelísku]], sem töluð er í [[skosku hálöndin|skosku hálöndunum]] og á skosku eyjunum.