„Verðbréf“: Munur á milli breytinga

60 bæti fjarlægð ,  fyrir 7 árum
ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
'''Verðbréf''' er útgefið skjal sem er [[ávísun]] á verðmæti og hefur [[Peningar|peningagildi]] miðað við t.d. [[gengi]] [[hlutabréf]]a fyrirtækis. Nákvæm og fræðileg skýring á verðbréfum er að til verðbréfa teljast öll framseljanleg kröfuréttindi til peningagreiðslu eða ígildis hennar, svo og framseljanleg skilríki fyrir eignaréttindum að öðru en fasteignum eða einstökum lausafjármunum. Þegar rætt er um verðbréf í daglegu tali er oftast átt við hlutabréf eða skuldabréf.
 
Verðbréfum má skipta í fjóra flokka<ref name=":1" />.
* Innlend hlutabréf
* Innlend skuldabréf
* Erlend hlutabréf
* Erlend skuldabréf<ref>Landsbankinn. (e.d.). ''Verðbréf.'' [Bæklingur]. Reykjavík:
Landsbankinn</ref>
 
== Tegundir bréfa ==
'''[[Hlutabréf]]''' eru sönnunargöng sem gefin eru út til hluthafa fyrir þeim hlut sem hann á í [[Hlutafélag|hlutafélagi]]. Þau geta verið gefin út með rafrænum hætti í verðbréfamiðstöð eða sem skriflegt skjal<ref name=":1">Áhætta fjármálagerninga. (e.d.).
Sótt 8. maí 2015 af http://www.straumur.com/um-straum/ahaetta-fjarmalagerninga/ </ref>. Hlutabréf virka þannig að ef fyrirtækinu sem hluthafi á bréf í gengur vel, hagnast hann en ef því gengur illa minnkar verðmæti hlutabréfsins og hann tapar. Hlutabréf er því í eðli sínu áhættusöm fjárfesting. Arður er greiddur út til hluthafa, en það er gróði fyrirtækisins, sem skiptist jafnt á milli hluthafa. Tvenns konar hlutabréf eru til. Opin hlutabréf getur hver sem er keypt og og eru slík fyrirtæki kennd við [[hlutafélag]] (hf). Lokuð bréf eru ekki á almennum markaði og eru kennd við einkahlutafélög (ehf). Hlutabréf er hægt að kaupa og selja í gegnum kauphallir, verðbréfamiðlara, banka og sparisjóði<ref>Hvað eru hlutabréf? (2008). Sótt
8. maí 2015 af http://attavitinn.is/peningar/ordabokin/hlutabref</ref>.
325

breytingar