→Tegundir bréfa
Ekkert breytingarágrip |
|||
=== Tegundir bréfa ===
'''Hlutabréf''' eru sönnunargöng sem gefin eru út til hluthafa fyrir þeim hlut sem hann á í [[Hlutafélag|hlutafélagi]]. Þau geta verið gefin út með rafrænum hætti í verðbréfamiðstöð eða sem skriflegt skjal<ref>Áhætta fjármálagerninga. (e.d.).
Sótt 8. maí 2015 af http://www.straumur.com/um-straum/ahaetta-fjarmalagerninga/ </ref>. Hlutabréf virka þannig að ef fyrirtækinu sem hluthafi á bréf í gengur vel, hagnast hann en ef því gengur illa minnkar verðmæti hlutabréfsins og hann tapar. Hlutabréf er því í eðli sínu áhættusöm fjárfesting. Arður er greiddur út til hluthafa, en það er gróði fyrirtækisins, sem skiptist jafnt á milli hluthafa. Tvenns konar hlutabréf eru til. Opin hlutabréf getur hver sem er keypt og og eru slík fyrirtæki kennd við [[hlutafélag]] (hf). Lokuð bréf eru ekki á almennum markaði og eru kennd við einkahlutafélög (ehf). Hlutabréf er hægt að kaupa og selja í gegnum kauphallir, verðbréfamiðlara, banka og sparisjóði<ref>Hvað eru hlutabréf? (2008). Sótt 8. maí 2015 af http://attavitinn.is/peningar/ordabokin/hlutabref</ref>.
[[File:Skuldabréf.jpg|thumb|Skuldabréf vegna Vatnsveitu Kópavogshrepps. Hskjs. Kóp. 20/2005.]]'''Skuldabréf''' felur í sér skriflega yfirlýsingu þar sem útgefandinn einhliða og skilyrðislaust viðurkennir skyldu sína til að greiða ákveðna peningagreiðslu. Þeir sem gefa út skuldabréf eru yfirleitt fyrirtæki og opinberir aðilar og eru skilmálar skuldabréfa ætíð ákveðnir fyrirfram með tilliti til endurgreiðslu og [[Vextir|vaxta]], sem annaðhvort eru fastir eða breytilegir. Ýmsar leiðir eru farnar til að tryggja að skuldari gangi ekki á bak orða sinna og ýmist eru fasteignir lagðar að veði eða ábyrgðarmenn tilgreindir.
|