„Sorpbrennsla“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: thumb|250px|Sorpbrennslustöð í [[Malmö í Svíþjóð.]] '''Sorpbrennsla''' er ein aðferð sem gripið er ti...
 
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:Sopförbränningsanläggningen_på_Spillepengen,_Malmö.jpg|thumb|250px|Sorpbrennslustöð í [[Malmö]] í Svíþjóð.]]
 
'''Sorpbrennsla''' er ein aðferð sem gripið er til í [[sorpstjórnun]]. Í upphafi var sorp [[brennsla|brennt]] aðeins til að eyða því og minnka magn sorps sem fór í [[landfylling]]u, en í dag er það einnig brennt til að framleiða orku sem er þá breytt í [[rafmagn]] og [[hiti|hita]].
 
Brennsla er talin betri leið til að meðhöndla sorp en að setja það í landfyllingu, en ekki eins æskileg og [[endurvinnsla]]. Brennsla á [[heimilissorp]]i skilur eftir sér leifar í formi [[sindur]]s og [[aska|ösku]], sem svara til 15–20% heildarmassa sorpsins. Oft fara þessar aukaafurðir í landfyllingu en þær geta nýst sem fylliefni í vegagerð, en slíkt afnot er umdeilt vegna hættu á skaðleg efni berist í jarðveginn. Þar að auki leiðir sorpbrennsla til þess að [[þungmálmur|þungmálmar]] eins og [[blý]] og [[kvikasilfur]], mengunarefni eins og [[fjölklórað díbensódíoxín|díoxín]] og sýruefni svo sem [[brennisteinsoxíð]] verði losnuð í nærumhverfið. Með [[reykgashreinsun]] og bættum brennsluaðferðum er þó hægt að lágmarka losun slíkra efna. Það má líta á heimilissorp sem [[jarðefnaeldsneyti]] vegna tilveru [[plastefni|plastefna]] í sorpinu, þó að það standi að mestu leyti saman af lifrænu efni.