„Richard Thors“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: '''Richard Thors''' ( 29. apríl 1888 - 16. apríl 1970) var framkvæmdastjóri útgerðarfyrirtækisins Kveldúlfs og hafði um árabil mikil áhrif...
 
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Richard Thors''' ( [[29. apríl]] [[1888]] - [[16. apríl]] [[1970]]) var framkvæmdastjóri útgerðarfyrirtækisins [[Kveldúlfur|Kveldúlfs]] og hafði um árabil mikil áhrif á viðskiptasamninga Íslands við erlend ríki. Hann var sonur [[Thor Jensen|Thors Jensen]] og bróður [[Ólafur Thors|Ólafs Thors]] forsætisráðherra. Richard var fyrst í námi í [[Danmörk]]u, síðar í [[Þýzkaland]]i og loks í [[Skotland]]i og [[England]]i. Hann stofnaði ásamt föður sínum og bræðrum útgerðarfyrirtækið Kveldúlf árið [[1912]] og var framkvæmdastjóri þess frá stofnun ásamt Ólafi bróður sínum og lengi stjórnarformaður.
Í [[Fyrri heimsstyrjöldin|fyrri heimsstyrjöldinni]] var Richard virkur þátttakandi í samningum um viðskipti Íslands við [[Bretland]] en [[Sveinn Björnsson]] síðar [[forseti]] var þó formaður samninganefnda. Gerðir voru samningar við Bretland árið [[1916]] og annar samningur var Bretland var undirritaður [[23. maí]] [[1918]]. Richard Thors var einnig þátttakandi í samninganefndum um viðskipti Íslands við önnur ríki svo sem saminga við [[Spánn|Spán]] árið [[1934]], [[Ítalía|Ítalíu]] [[1935]] og [[Noregur|Noreg]] [[1939]]. Í síðari heimsstyrjöld var Richard Thors fulltrúi í fastanefnd utanríkisviðskipta og svo í útflutningsnefd að stríðinu loknu. Kveldúlfur var þátttakandi í Sölusambandi íslenzkra fiskframleiðenda (SÍF) og var Richard stjórnarformaður og framkvæmdastjóri SIF til áttræðisaldurs.
 
[[Flokkur:Thorsararnir]]
{{fd|1888|1970}}