Munur á milli breytinga „Hrekkjavaka“

128 bætum bætt við ,  fyrir 6 árum
m (Removing Link FA template (handled by wikidata))
[[Mynd:Halloween_Witch_2011.JPG|thumb|320px|Á hrekkjavöku eru oft opinberir staðir skreyttir með nornum, draugum og köngulóavefum.]]
'''Hrekkjavaka''' er hátíðisdagur ættaður frá [[Keltar|keltum]] þar sem hann hét upphaflega [[Samhain]] (borið fram '''sánj''' á [[Írska|írsku]]). Þá voru færðar þakkir fyrir uppskeru [[sumar]]sinns og boðuð koma [[vetur]]sins. Á Íslandi var á sama tíma haldið uppá hina hliðstæðu hátíð [[veturnætur]].
 
Hrekkjavaka er haldin [[31. október]], kvöldið fyrir [[Allraheilagramessa|Allraheilagramessu]]. Hún nefnist á enskri tungu „''Halloween''“ sem er annar ritháttur fyrir „Hallowe’en“. Hallowe’en er svo stytting á nafninu „All Hallows’ Evening“ eða „All Hallows’ Eve“ sem er kvöldið [[31. október]], vakan fyrir Allraheilagramessu.
== Sagan ==
[[Mynd:Danish Bonfire.jpg|thumb|210px|right|Bálköstur kveiktur í tilefni hrekkjavöku.]]
Menn töldu tímann í vetrum og [[nótt]]um fremur en í [[Ár|árum]] og [[Dagur (tímatal)|dögum]] áður fyrr. Veturinn, eins og nóttin, var talin koma fyrst; mánaðamót [[október]] og [[nóvember]] var því tími vetrarbyrjunar, og þar með [[nýár]]s. Sambærilegar hátíðir við ''Samhain'' á Írlandi og Skotlandi var til dæmis hátíðin [[veturnætur]] á [[Ísland]]i til forna sem haldin varer í lok október og er þá var einnig haldið [[dísablót]] (''disting'') á [[Norðurlönd]]um á þessum sama tíma.
 
Upphaf vetrar og árs er það sem kallað er ''liminal tímabil'', einskonar millibilsástand sem ríkir á tímum mikilla umskipta. Þá geta menn jafnvel skynjað handanheima; eða séð handanheimsverur, og geta spáð í framtíðina. Andar voru taldir vera á kreiki á Samhain, mörk heima hinna lifandi og hinna dauðu voru talin óljós þetta kvöld og [[Draugur|draugar]], [[norn]]ir og aðrar óvættir voru taldar sveima um og voru því bálkestir kveiktir til að vernda hina lifandi. Fólk dulbjó sig til að þekkjast ekki og buðu óvættunum mat og drykk til að friðþægja þeim. Sambærilega trú um svona ''liminal tímabil'' má finna bæði tengda jólanótt og nýársnótt á Íslandi sem dæmi.
 
== Tengt efni ==
* [https://is.wikipedia.org/wiki/Veturn%C3%A6tur?veaction=edit Veturnætur]
* [[Allraheilagramessa]]
* [[Öskudagur#Öskudagur á Íslandi|Öskudagur á Íslandi]]
* [[Samhain]]
* [[Öskudagur#Öskudagur á Íslandi|Öskudagur á Íslandi]]
 
== Heimildir ==
{{commonscat|Halloween}}* {{Vísindavefurinn|5367|Hverjar eru hefðir og saga hrekkjavöku?}} (Skoðað 31.10.2013)
* {{Vísindavefurinn|5367|Hverjar eru hefðir og saga hrekkjavöku?}} (Skoðað 31.10.2013)
* [http://heritage.scotsman.com/traditions.cfm?id=2152582005 Scotsman.com:A harvest of Halloween traditions] ''(skoðað 2. nóvember 2005)''
 
172

breytingar