„Gottorp“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m Tek aftur breytingu 1503443 frá 82.221.229.243 (spjall)
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Gottorp''' er [[eyðibýli]] við vestanvert [[Hóp|Hópið]] í [[AusturVestur-Húnavatnssýsla|AusturVestur-Húnavatnssýslu]], rétt vestan við ósa [[Víðidalsá]]r. [[Lárus Gottrup|Lauritz Gottrup]] lögmaður á [[Þingeyrar|Þingeyrum]] stofnaði býlið út úr jörðinni Ásbjarnarnesi, á rústum gamals eyðibýlis sem hét Þórdísarstaðir, rétt fyrir aldamótin 1700 og lét býlið heita ''Gottrup'' í höfuðið á eigandanum. Í Gottorp þykir fagurt um að litast niður við Hópið þar sem [[Skollanes]] gengur norður í vatnið. [[Stapi]] er um 60 metra hár klettur sem er í miðju landi jarðarinnar og sést víða að.
 
Síðari hluta 19. aldar áttu þeir Þingeyrarfeðgar [[Ásgeir Einarsson]], f. 1809, alþingismaður og síðar sonur hans, hinn kunni hesta- vísna- kvenna- og vínmaður [[Jón Ásgeirsson]], f. 1839 Gottorp, ásamt fleiri jörðum við Húnafjörð og vötnin þar ([[Þingeyrar]], [[Leysingjastaðir|Leysingjastaði]], [[Geirastaðir|Geirastaði]], [[Sigríðarstaðir|Sigríðastaði]], [[Ásbjarnarnes]] og Gottorp).