„Franska Gvæjana“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Dexbot (spjall | framlög)
m Removing Link FA template (handled by wikidata)
Sweepy (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 32:
| símakóði = +594
}}
'''Franska Gvæjana''' ([[franska]]: ''Guyane française'') er [[Frakkland|franskt]] [[handanhafshérað]] á norðausturströnd [[Suður-Ameríka|Suður-Ameríku]], með landamæri að [[Brasilía|Brasilíu]] í suðri og austri, og [[Súrínam]] í vestri og liggur að Atlantshafi Í norðri. Árið 2013 bjuggu um það bil 250 þúsund manns í Frönsku Gvæjana. Höfuðstaður héraðsins er [[Cayenne]] með um 100 þúsund íbúa. Franska Gvæjana er langstærsta handanhafshérað Frakklands. Það er hluti af [[Evrópusambandið|Evrópusambandinu]] og gjaldmiðill þess er [[evra]].
 
Landið er almennt bara kallað ''Guyane''. Upphaflega var það eitt af fimm nýlendum sem hétu „Gvæjana“: þetta voru [[Spænska Gvæjana]] (nú [[Guayana-hérað]] í [[Venesúela]]), [[Breska Gvæjana]] (nú [[Gvæjana]]), [[Hollenska Gvæjana]] (nú [[Súrínam]]), Franska Gvæjana og [[Portúgalska Gvæjana]] (nú fylkið [[Amapá]] í Brasilíu). Franska Gvæjana myndar eina landfræðilega heild, [[Gvæjanahálendið]], með Gvæjana og Súrínam.