„Norður-Írland“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Lína 39:
}}
 
'''Norður-Írland''' er eitt af fjórum löndum sem mynda [[Bretland]]. ogÞað er á Norðaustur-[[Írland]]i og á landamæri að [[Írska lýðveldið|Írska lýðveldinu]] í suðvestri. Íbúar Norður-Írlands eru um 1,8 milljónir, sem er þriðjungur allra íbúa [[Írland]]s og um 3% íbúa Bretlands. [[Þing Norður-Írlands]] var stofnað í kjölfar [[Föstudagssáttmálinn|Föstudagssáttmálans]] [[1998]] og tekur ákvarðanir í mörgum stefnumálum þótt mest völd séu hjá [[ríkisstjórn Bretlands]]. Norður-Írland á í samstarfi við Írska lýðveldið í ýmsum málum og hefur það hlutverk að setja fram stefnu til að draga úr ágreiningi milli stjórna landanna.
 
Norður-Írland varð til árið 1921 þegar [[skipting Írlands|Írlandi var skipt]] með lögum frá [[Breska þingið|breska þinginu]] þar sem meirihluti íbúa norðurhlutans voru fylgjandi sameiningu við Bretland. Flestir þeirra voru [[mótmælendatrú]]ar og afkomendur innflytjenda frá [[Stóra-Bretland]]i. Árið eftir var [[Írska lýðveldið|Írska fríríkið]] stofnað í suðurhlutanum. Á Norður-Írlandi er þó stór minnihluti [[kaþólsk trú|kaþólskra]] íbúa sem líta á sig sem Íra fremur en Breta. [[Saga Norður-Írlands]] hefur mótast af átökum milli þessara hópa. Seint á [[1961-1970|7. áratug]] 20. aldar hófst átakatími sem er kallaður „[[Átökin á Norður-Írlandi|The Troubles]]“ og stóð í þrjá áratugi. Friðarferli náði hátindi sínum með [[Föstudagssáttmálinn|Föstudagssáttmálanum]] [[1998]] þótt aðskilnaður og tortryggni milli hópa séu enn vandamál.