„Erich Ludendorff“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Tjörvi Schiöth (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Tjörvi Schiöth (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 2:
'''Erich Friedrich Wilhelm Ludendorff''' (9. apríl [[1865]] – 20. desember [[1937]]) var þýskur hershöfðingi í [[Fyrri heimsstyrjöldin|fyrri heimsstyrjöldinni]], sem leiddi [[Þýskaland|Þjóðverja]] til sigurs gegn [[Belgía|Belgum]] í [[Orrustan við Liège|orrustunni við Liège]], og í [[Orrustan við Tannenberg|orrustunni við Tannenberg]] gegn [[Rússland|Rússum]], árið [[1914]]. Hann var í kjölfarið skipaður birgðastjóri þýska keisarahersins ([[Þýska|þýska]]: ''Erster Generalquartiermeister'') og hafði ásamt [[Paul von Hindenburg]] keisaramarskálki, forystu yfir stríðsátaki Þýskalands fram til ósigursins í stríðinu árið [[1918]].
 
Eftir stríðiðað stríðinu lauk gerðist hann virkur í þýskum stjórnmálum á [[Millistríðsárin|millistríðsárunum]] og varð einn helsti forystumaður [[Öfgahægristefna|öfgahægristefnu]] í landinu. Hann var einn af forsprökkum „[[Rýtingurinn í bakið|rýtingsstungu-kenningarinnar]]“ svokölluðu, ósannri kreddu um að Þjóðverjar hefðu ekki tapað stríðinu heldur verið sviknir heima fyrir af [[Marxismi|marxistum]], [[Sósíaldemókratar|sósíaldemókrötum]] og [[Gyðingar|gyðingum]]. [[Adolf Hitler]] og [[Nasistaflokkurinn]] tóku seinna upp þennan málstað og urðu helstu talsmenn hans. Árið [[1923]] tók Ludendorff ásamt Hitler þátt í misheppnaðri valdaránstilraun í [[München]], sem nefnd hefur verið [[Bjórkjallarauppreisnin]]. Á meðan Hitler var handtekinn og dæmdur í fangelsi fyrir uppátækið, var Ludendorff náðaður með sæmd. Eftir að Hitler var látinn laus úr haldi tók hann við af Ludendorff sem helsti leiðtogi öfgahægrimanna í Þýskalandi. Ludendorff bauð sig fram til [[Forseti Þýskalands|forseta]] gegn fyrrverandi kollega sínum Paul von Hindenburg, í forsetakosningunum [[1925]], en þurfti að lúta í lægra haldi með aðeins 1,1% atkvæða. Eftir það fór lítið fyrir honum í þýskum stjórnmálum fram til dauðadags árið 1937.
 
== Heimildir ==