„Fæðuöryggi“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 26:
=== Fæðustöðugleiki ===
[[Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna]] bætir við fjórðu grunnstoðinni í tengslum við fæðuöryggi, sem er [[fæðustöðugleiki]]. Með fæðustöðugleika er átt við getuna til að geta aflað sér fæðu til lengri tíma litið. Það er þó margt sem ógnar þessum stöðugleika, t.d. [[náttúruhamfarir]], styrjaldir, [[verðsveiflur]] og uppskerubrestir ásamt fleiru. Um skammæran óstöðugleika getur verið að ræða þar sem að sum matvæli eru aðeins fáanleg á ákveðnum árstímum, eða jafnvel langvinnan sem getur komið til vegna náttúruhamfara eða styrjalda sem verða til þess að framleiðsla stöðvast eða uppskera bregst.<ref name="FAO" />
 
== Fæðuöryggi á Íslandi ==
[[Íslendingar]] búa við nokkuð sérstakar aðstæður hvað öruggt framboð á [[Matvæli|matvælum]] snertir. [[Ísland]] er [[Eyja|eyja,]] sem hefur takmarkaða getu til að [[Framleiðsla|framleiða]] fjölbreytt matvæli, þar af leiðandi eru Íslendingar mjög háðir reglulegum innflutningi matvæla og aðfanga til matvælaframleiðslu. Þótt matvælaöryggi hafi verið tryggt undanfarna áratugi, þá er staða framboðs á matvælum nokkuð veikari en staða nágrannaþjóða. Það sýndi sig í [[Bankahrunið á Íslandi|fjármálakreppunni 2008]] hversu háðir Íslendingar eru innflutningi og hversu alvarleg áhrif [[Gjaldeyrir|gjaldeyrisskortur]] getur haft. Matvælaöryggi Íslendinga var ógnað í bankahruninu, kornbirgðir í landinu dugðu einungis til skamms tíma og ef innflutningur hefði stöðvast og [[Viðskipti|viðskipti]] við útlönd lamast hefði það snert matvælaöryggi með beinum hætti. Verulegur skortur getur meðal annars orðið á [[eldsneyti]], [[Áburður|áburði,]] [[Kartafla|útsæði]] og tækjabúnaði sem [[Landbúnaður|landbúnaðurinn]] þarfnast. Skortur gæti orðið á [[Olía|olíu]] og veiðarfærum sem eru [[Sjávarútvegur á Íslandi|sjávarútveginum]] nauðsynleg. Ef aðgangur að alþjóðamörkuðum skerðist þá myndi innlend matvælaframleiðsla dragast verulega saman. Lágmarksframleiðsla á matvælum yrði þó áfram fyrir hendi
 
==Tengt efni==
Lína 36 ⟶ 39:
*FAO. (2015). ''Production qunatities by country''. Sótt 14. apríl 2015 af http://faostat3.fao.org/browse/Q/*/E
*McDonald, B.L. (2010). ''Food Security''. Cambridge: Polity Press.
*Utanríkisráðuneytið. (2009). ''Áhættumatsskýrsla fyrir Ísland.'' Sótt 15. apríl af http://www.utanrikisraduneyti.is/media/Skyrslur/Skyrsla_um_ahattumat_fyrir_Island_a.pdf
*WHO. (e.d). ''Food Security''. Sótt 14. apríl af http://www.who.int/trade/glossary/story028/en/