„Fæðuöryggi“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 15:
 
=== Fáanleiki matvæla ===
Fáanleiki fæðu tengist aðallega þremur þáttum sem allir hafa áhrif þar á. Þessir þættir eru matvælaframleiðsla, dreifing matvæla og [[viðskipti]] með þau. Þegar litið er til matvælaframleiðslu er fjöldi atriða sem geta haft áhrif á það hversu vel tekst til. Helstu áhrifaþættir eru veðurfar (úrkoma, hitastig, o.s.frv.), eignarhald ræktunarlands, ræktun og val á nytjaplöntum, ræktun búfénaðar og þær aðferðir sem nýttar eru við uppskeru. Einnig má nefna að oft eru landgæði af skornum skammti og því ekki alltaf hægt að nýta allt það ræktarland sem er tiltækt, heldur er það notað til uppbyggingar íbúðarhverfa eða annarra hluta [[þéttbýli|þéttbýlis]]. Dreifing matvæla tekur til vinnslu, flutninga, geymslu og þess að koma matvælum á markað. Flutningar geta haft umtalsverð áhrif á fæðuöryggi af þeirri ástæðu að ef flutningakerfið er illa uppbyggt er afleiðingin sú að verð geta hækkað umtalsvert, einmitt vegna erfiðleika við flutninga. Einnig geta geymsluaðferðir haft veruleg áhrif, þar sem að þær hafa mikið að segja um það hversu mikið af matvælum verða óhæf til neyslu og geta þannig mögulega minnkað framboð einhverra vöruflokka. Til að hægt sé að eiga viðskipti með matvæli verður að treysta á að [[markaður|markaðir]] séu virkir og nothæfir.<ref name="bryan">{{H-bók | nafn = McDonald | eiginnafn = Bryan L. | titill = Food Security | útgefandi = Polity Press | staður = Cambridge | ár = 2010}}</ref>
Fæðuframleiðsla á hvern einstakling í heiminum hefur aukist á síðustu áratugum umfram fólksfjölgun, en hinsvegar er þessum gæðum misskipt á milli heimshluta. Ekki hafa allir aðgang að nægilega mikilli fæðu og er hægt að benda á að víða eru ofangreind atriðið í ólestri, en það er helsta hindrunin þegar kemur að fáanleika matvæla.<ref name="FAO">{{H-vefur | titill = Production quantities by country | url = http://faostat3.fao.org/browse/Q/*/E | dagsetning = 2015 | útgefandi = Food and Agriculture Organization of the United Nations | dags skoðað = 14. apríl 2015}}</ref>