„Vilhelmína Lever“: Munur á milli breytinga

Engin breyting á stærð ,  fyrir 8 árum
m
ekkert breytingarágrip
Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Marinooo (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 4:
Vilhelmína var dóttir Hans Vilhelms Lever, kaupmanns á Akureyri og fyrri konu hans Þuríðar Sigfúsdóttur. Vilhelmína giftist tvítug að aldri Þórði Daníelssyni frá [[Skipalón]]i. Hún fyrst íslenskra kvenna til að sækja um og fá lögskilnað árið 1824. Eftir hjónabandið eignaðist hún soninn Hans Vilhelm með Mads Christensen 1833 og ól hún soninn ein upp. Sonur hennar drukknaði ungur í [[Búðarlækurinn|Búðarlæknum]].
 
Vilhelmína var athafnakona, hún keypti lóð á Akureyri 1834 og byggði litla verslun 1835. Hún var kölluð „''borgarinna''“ eða „''höndlunarborgarinna''“, sem þýddi verslunarkona. Árið 1846 seldi hún Þorsteini Daníelssyni verslunarhús sín og flutti út í [[Krossanes]]. Hún flutti aftur til Akureyrar 1852 og rak verslun og veitingasölu. Árið 1861 opnaði hún veitingasölu á [[Oddeyri]] og rak hana um árabil, var hún þá gjarnan kölluð „''Vertshús-Mína''“. Á ferli sínum átti Vilhelmína nokkur hús í innbænum og verzlunverslun í Hafnarstræti og hlýtur því að hafa talist heldur umsvifamikil á þess tíma mælikvarða.
 
Akureyrarbær öðlaðist [[kaupstaðarréttindi]] 1862 og skv. nýrri reglugerð var kosið til bæjarstjórnar [[31. mars]] [[1863]]. Skv. reglugerðinni höfðu [[kosningaréttur kvenna|kosningarétt]] allir fullmyndugir menn („alle fuldmyndige Mænd“), sem ekki voru [[hjú]], höfðu verið búfastir í bænum síðasta árið og borguðu a.m.k. 2 ríkisdali í bæjargjöld. Vilhelmína féll undir öll þessi ákvæði og er efst á blaði á fyrstu síðu í kjörbókinni. Aftur kaus hún svo til bæjarstjórnar 3. jan. 1866. Í danska textanum átti orðið „''Mænd''“ örugglega að þýða karlmenn en vegna þess að í íslenska textanum stóð „menn“ en ekki „karlar“ fékk Vilhelmína að kjósa.
224

breytingar