„Eðallofttegund“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 23:
|}
 
'''Eðallofttegundir''' (einnig '''eðalgastegundir''' eða '''eðalgös''') er heiti yfir safn [[frumefni|frumefna]] í 18. efnaflokki [[lotukerfið|lotukerfisins]]. Þessi [[efnaflokkur]] inniheldur [[helín]], [[neon]], [[argon]], [[krypton]], [[xenon]] og [[radon]]. Til viðbótar við þessi frumefni er því spáð að [[Frumefnifrumefni 118]], sem enn hefur ekki fundist með óyggjandi hætti, muni vera eðalgas. Þessar lofttegundir voru áður fyrr flokkaðar sem ''óvirkt gas'', en það hugtak er ekki alveg rétt því að sum þeirra taka þátt í [[efnahvarf|efnahvörfum]].
 
Sökum óhvarfgirni þeirra voru eðallofttegundir ekki uppgötvaðar fyrr en árið [[1868]] þegar helín var uppgötvað, með [[litrófsriti|litrófsrita]], í [[sólin]]ni. Einangrun helíns á jörðu beið þar til ársins [[1895]]. Eðallofttegundirnar hafa mjög veika aðdráttarkrafta milli atóma, og þar af leiðandi mjög lágan [[bræðslupunktur|bræðslupunkt]] og [[suðupunktur|suðupunkt]]. Það útskýrir hvers vegna þau eru öll í gasformi undir eðlilegum kringumstæðum, jafnvel þau sem hafa meiri [[atómmassi|atómmassa]] en mörg fastra efna.