„Tokugawa Ieyasu“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Dexbot (spjall | framlög)
m Removing Link GA template (handled by wikidata)
Sweepy (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:Tokugawa_Ieyasu2.JPG|thumb|right|Tokugawa Ieyasu.]]
'''Tokugawa Ieyasu''' ([[japanska]]: 徳川 家康; [[31. janúar]] [[1543]] – [[1. júní]] [[1616]]) var stofnandi og fyrsti [[sjógun]] [[Tokugawa-veldið|Tokugawa-veldisins]] sem ríkti yfir [[Japan]] í næstum þrjár aldir, frá lokum [[Sengoku-tímabilið|Sengoku-tímabilsins]] um [[1600]] til [[Meiji-endurreisnin|Meiji-endurreisnarinnar]] [[1868]]. Ieyasu tók völdin árið [[1600]], var skipaður sjógun árið [[1603]], sagði af sér [[1605]] en hélt áfram um valdataumana til dauðadags.
 
Ieyasu var sonur [[daimyo]]s og hófst til valda í [[Onin-borgarastyrjöldin]]ni. Undir lok tímabilsins náði hann samkomulagi við [[Toyotomi Hideyoshi]] sem tókst í framhaldinu að leggja allt landið undir sig. Þegar Hideyoshi lést [[18. september]] [[1598]] tók barnungur sonur hans, [[Toyotomi Hideyori]], við völdum, en stjórn landsins var í höndum ráðs fimm öldunga þar sem sá valdamesti var Ieyasu. Hann gerði bandalög við þá daimyo sem voru andsnúnir Hideyoshi og þegar einn hinna öldunganna lést réðist hann á [[Ósakakastali|Ósakakastala]] þar sem Hideyori dvaldist, og lagði hann undir sig með hervaldi [[1599]].