„Hólmavík“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Dvergarnir7 (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Dvergarnir7 (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 3:
 
==Saga Hólmavíkur==
Áður en Hólmavíkurþorp varð til var um tíma þurrabúðarlóð í vestanverðri Hólmavíkinni, austan undir Höfðanum. Árið [[1883]] fluttu Sigurður snikkari og kirkjusmiður Sigurðsson og Guðrún Jónsdóttir frá Felli[[Fell í Kollafirði|Fell]]i í [[Kollafjörður (Ströndum)|Kollafirði]] að Kálfanesi og bjuggu þar eitt ár. Síðan fluttu þau niður í víkina og byggðu sér nýjan bæ töluvert utar. Sonur þeirra er skáldið [[Stefán Sigurðsson|Stefán frá Hvítadal]] og er hann talinn fyrsti maðurinn sem fæddur er á Hólmavík.
 
Þann [[3. janúar]] [[1890]] varð Hólmavík löggiltur [[verslunarstaður]], en frá miðri [[19. öld]] hafði verið verslað um borð í skipum kaupmanna sem sigldu á Skeljavík. Þeirra á meðal var kaupmaðurinn R. P. Riis sem byggði svo verslun á Hólmavík árið [[1897]], en árið áður hafði verið byggður þar annar verslunarskúr. Verslunarfélag Steingrímsfjarðar, sem var forveri [[Kaupfélag Steingrímsfjarðar|Kaupfélags Steingrímsfjarðar]], var svo stofnað [[29. desember]] [[1898]].