„Heiðni“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Bahauksson (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Bahauksson (spjall | framlög)
Lína 56:
Siðurinn snýst um að lifa lífinu þannig að fólki líði sem best. Að vera í sátt við sjálfan sig og aðra. Helstu gildi og dyggðir í Ásatrú eru virðing, ábyrgð og heiðarleiki. Ábyrgð felst í því að taka ábyrgð á sjálfum sér, ættingjum og vinum, samfélaginu og náttúru. Fyrirgefning er ekki sótt til guðs heldur þess sem fólk á sökótt við. Þegar eitthvað fer úrskeiðis skal sá sem olli bæta úr því. Bera skal virðingu fyrir sjálfum sér og gera sitt besta, og bera jafna virðingu fyrir öllum öðrum óháð hörundslit, trúarbrögðum, kynhneigð o.s.frv. Heiðarleiki, að treysta og vera treyst er grunnur þess að vera frjáls og öruggur.
 
Í Ásatrú er engin tilbeyðsla, ekki þarf að hneygja sig fyrir guðum og guðir dæma fólk ekki. Það er ekki allt illt eða gott, og ekki er til himnaríki og helvíti í Ásatrú. Hlutir hafa mismunandi góðar og slæmar hliðar, það verður flóð og fjara, dag og nótt, sumar og vetur. Fólk ber ábyrgð á því að vera raunsætt, bjartsýnt og gera það besta úr því sem í boði er.
 
== Vættatrú ==