„Virginia Woolf“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Addbot (spjall | framlög)
m Bot: Flyt 73 tungumálatengla, sem eru núna sóttir frá Wikidata á d:q40909
Skipti út VirginiaWoolf.jpg fyrir George_Charles_Beresford_-_Virginia_Woolf_in_1902.jpg.
Lína 1:
[[Mynd:VirginiaWoolfGeorge Charles Beresford - Virginia Woolf in 1902.jpg|thumb|right|Virginia Woolf]]
'''Virginia Woolf''' ([[25. janúar]] [[1882]] – [[28. mars]] [[1941]]) var [[bretland|breskur]] [[rithöfundur]], [[gagnrýnandi]] og [[feminismi|feministi]]. Hún er í hópi áhrifamestu [[skáldsagnarhöfundur|skáldsagnahöfunda]] á [[20. öld]]. Auk þess sem verk hennar höfðu mikil áhrif á kvennabaráttu 20. aldar, var Virginia brautryðjandi nýrra aðferða við skáldsagnaritun með notkun hugflæðis og innra eintals. Hún skrifaði um hversdagslega atburði, lagði ekki áherslu á flóknar fléttur eða djúpa persónusköpun heldur á tilfinningalíf og hugmyndir söguhetjanna. Þar takmarkaði hún sig ekki við eina söguhetju heldur ferðaðist úr hugarfylgsnum einnar persónu til annarrar, ''The Waves'' er líklega besta dæmi þess. Þekktasta bók Virginiu er þó eflaust skáldsagan ''To the Lighthouse'' frá [[1927]]. Nokkrar kvikmyndir hafa verið gerðar um líf skáldkonunnar, nú síðast ''The Hours'' með [[Nicole Kidman]] í hlutverki Virginiu.