„Guðríður Þorbjarnardóttir“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:Þorbjarnardóttirandson.jpg|thumb|right|Minnismerki í Glaumbæ um Guðríði Þorbjarnardóttur og Snorra son hennar.]]
'''Guðríður Þorbjarnardóttir''' er(f. fyrir [[1000]] - d. ?) var íslenskur [[landkönnuður]] og talin ein víðförlasta kona heims sem uppi var kringum árið [[1000]]. Að því er sögur herma sigldi hún átta sinnum yfir [[úthaf|úthöf]] og ferðaðist fótgangandi um þvera [[Evrópa|Evrópu]].

Guðríður var fædd á [[Ísland]]i en sigldi til [[Grænland]]s og þaðan til [[Vínland]]s. Hún eignaðist þar barn, [[Snorri Þorfinnsson|Snorra Þorfinnsson]], og er talið að hún sé fyrsta konan af evrópskum uppruna sem fæddi barn í [[Ameríka|Ameríku]]. Guðríður fór að sögn einnig til [[Róm]]ar.
 
== Ævi ==
Frásögn af Guðríði er í [[Eiríks saga rauða|Eiríks sögu rauða]], en einnig segir af henni í [[Grænlendinga saga|Grænlendinga sögu]] og ber þeim ekki alltaf vel saman. Guðríður var eftir því sem fyrrnefnda sagan segir dóttir Þorbjarnar, sonar [[Vífill (leysingi Auðar djúpúðgu)|Vífils]], leysingja [[Auður djúpúðga Ketilsdóttir|Auðar djúpúðgu]], og Hallveigar Einarsdóttur konu hans, [[Sigmundur Ketilsson|Sigmundssonar Ketilssonar]] landnámsmanns á Laugarbrekku.

Foreldrar Guðríðar bjuggu á [[Laugarbrekka|Laugarbrekku]] og þar fæddist hún en þegar hún var ung að aldri flutti fjölskyldan til Grænlands og lenti í miklum hrakningum á leiðinni og dó helmingur förunauta þeirra. Þó komst Þorbjörn á endanum til Grænlands og gaf [[Eiríkur rauði]] honum land á Stokkanesi[[Stokkanes]]i. Í Grænlendinga sögu segir aftur á móti ekkert um ættir Guðríðar en þar er sagt að [[Leifur heppni]] hafi bjargað hópi manna, þar á meðal henni og og Þóri austmanni, fyrsta manni hennar, úr skeri og flutt með sér til [[Brattahlíð]]ar, þar sem Þórir veiktist og dó skömmu síðar.
 
[[Mynd:GudridAndSnorri.jpg|thumb|right|Minnismerkið frá öðru sjónarhorni.]]
Lína 14 ⟶ 18:
 
Þann [[4. mars]] [[2011]] fór [[Ólafur Ragnar Grímsson]] forseti Íslands til fundar við [[Benedikt 16.|Benedikt]] páfa 16. í Vatíkaninu og færði honum afsteypu af styttu [[Ásmundur Sveinsson|Ásmundar Sveinssonar]] af Guðríði og Snorra syni hennar.
 
== Heimild ==
* ''Guðríður Þorbjarnardóttir : frá New York til Rómar?'' (2001). Inga Huld Hákonardóttir. Birtist í Kvennaslóðir s. 60-74.
 
== Tenglar ==