„Otto von Bismarck“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m Tók aftur breytingar 46.239.199.237 (spjall), breytt til síðustu útgáfu Xqbot
Lína 10:
 
== Á yngri árum ==
Otto von Bismarck fæddist þann 1 apríl 1815 í BrandenburgSchönhausen í Prússlandi. Foreldrar hans voru Ferdinand von Bismarck og Wilhelmine Mencken. Móðir Bismarcks setti hann á stofnunina Plamann fyrir framsækin börn í Berlín þegar að hann var sjö ára, þrátt fyrir fátækt fjölskyldunnar. Hann var í fimm ár í skólanum en fór svo í íþróttaskólann Fredrick William í þrjú ár. Hann tók háskólapróf 1832.
Bismarck átti ekki langt að sækja með pólitíska áhuga sinn, því faðir hans var mikill áhrifavaldur í þessum málum. Móðir Bismarcks kvatti hann til að læra lögfræði sem og hann gerði í Háskólanum að Göttingen í keisaradæminu af Hanover. Eftir góða tilraun til þess að ná skólanum fór hann í prússneska herinn. Eftir að móðir hans lést árið 1839 fékk hann tækifæri til þess að hætta í hernum í því samhengi að fara að hjálpa föður sínum sem að var að ganga í gegnum fjárhagslega erfiðleika og erfiðleika við að sinna búinu.<ref>Barkin (2010).</ref>
 
Eiginkona Bismarcks var Johanna von Puttkamer. Þau voru mjög hamingjusamlega gift.<ref>Barkin (2010).</ref>
 
== Pólitíkin ==
Bismarck er þekktastur fyrir pólitískar skoðanir sínar. En hann var brautriðjandi í velferðarmálum. Hann gerði sameiningu Þýsklalands að veruleika. Bismarck var Prússneskur landeigandi rétt eins og faðir sinn og var hann mjög ákveðinn í að fá sínu framgengt. Það eru deilur um það hvort að það megi kalla hann þýskan þjóðernissinna, því hann var nú frá upphafi til enda Prússi.