„Bogi Ágústsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Bogia~iswiki (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Bogia~iswiki (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 4:
Bogi útskrifaðist frá [[Menntaskólinn í Reykjavík|Menntaskólanum í Reykjavík]] og lauk námi í [[sagnfræði]] við [[Háskóli Íslands|Háskóla Íslands]] [[1977]].
 
Hann hóf störf sem fréttamaður erlendra frétta á Fréttastofu [[Sjónvarpið|Sjónvarpsins]] í ársbyrjun [[1977]]. Hann flutti til [[Kaupmannahöfn|Kaupmannahafnar]] [[1984]] og starfaði sem fréttamaður þar og flutti fréttir frá [[Norðurlöndin|Norðurlöndunum]] til [[1986]]. Ári síðar varð hann aðstoðarframkvæmdarstjóri Útvarpsins. [[1988]] varð hann blaðafulltrúi og forstöðumaður upplýsingadeildar Flugleiða, nú Icelandair. Sama ár varð hann fréttastjóri Sjónvarps og gegndi því hlutverki til [[2003]]. Bogi varð þá forstöðumaður fréttasviðs Ríkisútvarpsins, en lét af því starfi við skipulagsbreytingar 2007. Síðan hefur hann starfað sem frétta- og dagskrárgerðarmaður. Bogi hefur meðal annars verið umsjónarmaður þáttana „Viðtalið“ og „Fréttaaukans“. Hann er umsjónarmaður umræðuþáttarins ,,HrinbgorðiðHrinborðið" á RÚV ásamt [http://en.wikipedia.org/wiki/%C3%9E%C3%B3rhildur_%C3%9Eorleifsd%C3%B3ttir Þórhildi Þorleifsdóttur] og [[Styrmir_Gunnarsson|Styrmi Gunnarssyni]]. Bogi er annar tveggja aðalfréttalesara RÚV ásamt Jóhönnu Vigdísi Hjaltadóttur. Hann hefur verið fréttalesari frá því 1979.
 
Auk þess var Bogi formaður starfsmannafélags Sjónvarpsins 1982-1984, varaformaður fréttanefndar [http://www3.ebu.ch/home EBU] (Sambands útvarps-sjónvarpsstöðva í Evrópu) og formaður ritsjórnarnefndar EBU. Hann er formaður stjórnar stofnunar dr. Sigurbjörns Björnssonar. Þeirri stofnun er ætlað að vinna að rannsóknum og fræðslu í trúarbragðafræði og guðfræði í þeim tilgangi að auka þekkingu og skilning á trúarbrögðum heimsins og stuðla að sáttargjörð ólíkra trúarviðhorfa, vinna gegn tortryggni, efla skilning og umburðarlyndi. Bogi var formaður Norræna félagsins í Reykjavík frá 2010 til 2014 og er varaformaður Norræna félagsins á Íslandi. Hann á einnig sæti í stjórn Félags Sameinuðu þjóðanna.