„Menntaskólinn við Hamrahlíð“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 67:
==Nemendafélag Menntaskólans við Hamrahlíð==
NFMH stendur fyrir Nemendafélag Menntaskólans við Hamrahlíð og hefur félagið aðsetur í Norðurkjallara. Félagið hefur verið starfrækt allt frá stofnun skólans. Stjórn félagsins skipa tíu nemendur við skólann, sem kosnir eru til eins árs í senn. Í nemendafélaginu er fjöldinn allur af minni ráðum.
 
 
'''Skemmtiráð'''
 
Skemmtiráð skipuleggur og sér um böll á vegum nemendafélagsins. Að venju eru haldin 6 böll á skólaári.
 
 
'''Lagningadagaráð'''
 
Lagningardagaráð sér um og skipuleggur lagningardaga í árshátíðarviku MH á vorönn. Lagningardagar eru vinnudagar nemenda og kennara þar sem hefðbundið skólastarf er brotið upp. Þar er boðið upp á fjölda fyrirlestra, danskennslna, matreiðslunámskeiða og uppistanda svo fátt eitt sé nefnt.
 
 
'''Óðríkur Algaula'''
 
Óðríkur Algaula er lagasmíðakeppni NFMH sem haldin er á haustönn. Ráðið sér einnig um að halda söngkeppni skólans á vorin.
 
 
'''Mímisbrunnur'''
 
Mímisbrunnur er tengiliður nemendafélagsins við [[Gettu betur]], spurningakeppni framhaldsskólanna. Mímisbrunnur stendur fyrir innanskólaspurningakeppni á vorönn.
 
 
'''Leikfimifélag'''
 
Leikfimifélag heldur skipulagt fótboltamót á hverri haustönn. Ráðið sér einnig um MH-Kvennó daginn.
 
 
'''Leikfélag'''
 
Leikfélagið stendur fyrir leiklistarnámskeiðum og ýmiskonar uppákomum. Leikfélagið setur upp leiksýningu ár hvert. Leikfélag MH hefur lengi verið þekkt fyrir gott og metnaðarfullt starf.
 
 
'''Listafélag'''
 
Listafélagið stendur fyrir ýmiskonar viðburðum innan skólans, skipulagningu tónleika, myndlistarsýninga og kvikmyndasýninga.
 
 
'''Málfundafélag'''
 
Málfundafélagið hefur yfirumsjón með skipulagningu málfunda á vegum NFMH. Það heldur ræðunámskeið á hverju skólaári. Málfundafélagið er tengiliður nemendafélagsins við [[Morfís]]. Einnig heldur félagið innanskólaræðukeppnina, M.O.R.T.A.R..
 
 
'''Skólablöð'''
Tvenn skólablöð eru gefin út á vegum nemendafélagsins, Beneventum og Fréttapési. Beneventum er gefið er út einu sinni á önn með glæsibrag en þar gefst nemendum færi á að senda inn list sína, sögur og ljóð. Fréttapési kemur út þegar ráðið nennir að gefa hann út og á að vera nemendum til skemmtunar og yndisaukaóreglulega.
 
Tvenn skólablöð eru gefin út á vegum nemendafélagsins, Beneventum og Fréttapési. Beneventum er gefið er út einu sinni á önn með glæsibrag en þar gefst nemendum færi á að senda inn list sína, sögur og ljóð. Fréttapési kemur út þegar ráðið nennir að gefa hann út og á að vera nemendum til skemmtunar og yndisauka.
 
== Rektor==