„Capacent“: Munur á milli breytinga

281 bæti fjarlægt ,  fyrir 7 árum
ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
'''Capacent''' er keðja norræna þekkingarfyrirtækja sem sérhæfa sig í ráðgjöf og ráðningum. Starfsmenn Capacent á Íslandi eru 100 talsins og 300 manns starfa hjá keðjunni í hinum Norðurlöndunum til samans.
 
Capacent er leiðandi á Íslandi í ráðgjöf og ráðningum. {{heimild vantar}} Saga þess einkennist af sameiningum við bæði innlend ráðgajafarfyrirtækiráðgjafarfyrirtæki og erlend. Höfuðstöðvar Capacent á Íslandi eru í Borgatúni og forstjóri þess er Ingvi Þór Elliðasson.
 
Nafni fyrirtækisins var breytt í Capacent árið 2006 en Capacent-nafnið er samsett úr ensku orðunum Capability og Center.
Grunnurinn að rannsóknarsviði Capacent var lagður árið 1990 þegar rannsóknarfyrirtækið Íslenskar markaðsrannsóknir var stofnað. Fyrirtækið var á sviði stjórnenda og leiðtogaþjálfunnar. Tveimur árum seinna eignaðist fyrirtækið umboðið fyrir Gallup á Íslandi. Fyrirtækið sameinaðist ráðgjafafyrirtækinu Ráðgarði árið 2000 undir nafninu IMG. Ráðgarður var ráðgjafarfyrirtæki sem sérhæfði sig í ýmis konar rekstrarráðgjöf og gæðastjórnun. Sama ár keypti félagið ráðningarskrifstofuna Liðsauka, en voru ekki sameinaðar fyrr en árið 2004. Strax árið eftir varð Corporate Lifecycles International hluti af félaginu en það sérhæfði sig í stefnumótun. Félagið hóf samstarf við SHL sem sérhæfir sig í prófum og matsaðferðum í ráðningum. Árið 2002 sameinaðist fyrirtækið Deloitte ráðgjöf sem var stofnað af Deloitte með áherslu á fjármálaráðgjöf. Árið 2005 sameinaðist félagið öðru ráðgjafarfyrirtæki, KPMG ráðgjöf.
 
Sérhæfing þessa fyrirtækis var á sviði markaðsrannsókna og strax á fyrstu árunum gat það sér gott orð fyrir vandaða og trausta aðferðafræði í sínum könnunum.{{heimild vantar}} Capacent Gallup er aðili að Gallup International og vinnur samkvæmt gæðastöðlum sem samtökin hafa þróað síðastliðna áratugi. Capacent Gallup fékk opinbera ISO vottun í júní 2004 og tekur ISO 9001 gæðastaðallinn til allrar starfsemi Capacent Gallup. Rannsóknarsvið Capacent hefur einnig tengingar við fleiri alþjóðleg rannsóknarfyrirtæki, þeirra stærst er AC Nielsen.
 
Sameinað félag Gallup og Ráðgarðs, Mannafl var fyrst íslenskra ráðningarfyrirtækja að bjóða upp á persónuleikapróf sem hafði verið staðlað og staðfært fyrir íslenskan vinnumarkað.{{heimild vantar}}
 
=== Útrás ===
Capacent hóf að byggja upp starfemistarfsemi sína utan Íslands haustið 2005 með því að festa kaup á KPMG Ráðgjöf í Danmörku og sameinast danska félaginu LogistikGruppen A/S árið 2006. Ári siðar kaupir Capacent Epinion A/S, eitt af leiðandi fyrirtækjum Danmerkur á sviði markaðsrannsókna. Árið 2008 keypti danska félagið IKU, sem sérhæfir sig í ráðningum, þjónustu vegna uppsagna og ýmissi annarri markaðsráðgjöf. Sama ár keypti Capacent danska ráðgjafafyrirtækið Drescher & Schröder og styrkir þar með sérfræðiþjónustu sína í innkaupamálum og sænska fyrirtækið Capto Financial Consulting.
Höfuðstöðvar Capacent voru fluttar til Danmerkur árið 2009.
Sameiginlegt eignarhald Capacent-fyrirtækjanna rofnaði árið 2010 og eru þau nú rekin sem sjálfstæðar einingar. Þau eiga áfram með sér samstarf og starfa undir sama nafni.