„Saga Evrópu“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m One picture in higher resolution
Lína 6:
 
== Fornöld ==
[[Mynd:BattleofIssus333BCNapoli BW 2013-mosaic05-detail116 16-24-01 DxO.jpg|thumb|right|Alexander mikli í [[orrustan við Issos|orrustunni við Issos]].]]
[[Klassísk fornöld]] hófst í Evrópu á [[8. öldin f.Kr.|8. öld f.Kr.]] þegar borgríki þróuðust í [[Grikkland hið forna|Grikklandi]] og saga [[Rómaveldi]]s hófst með [[stofnun Rómar]] [[753 f.Kr.]] Útbreiðsla grískrar menningar náði hátindi sínum með landvinningum [[Alexander mikli|Alexanders mikla]] á [[4. öldin f.Kr.|4. öld f.Kr.]] Rómaveldi lagði síðan undir sig leifar gríska heimsins og stóran hluta Evrópu. Á [[þjóðflutningatíminn|þjóðflutningatímanum]] hnignaði Rómaveldi, meðal annars vegna árása [[húnar|húna]] og [[germanir|germanskra þjóðflokka]] sem að lokum bundu endi á [[Vestrómverska keisaradæmið]] árið [[476]]. Annars einkenndist [[síðfornöld]] af útbreiðslu [[Kristni]], fyrst innan Rómaveldis og síðan út fyrir landamæri þess.