„Arnór Tumason“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Addbot (spjall | framlög)
m Bot: Flyt 1 tungumálatengla, sem eru núna sóttir frá Wikidata á d:q8204781
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 1:
'''Arnór Tumason''' ([[1182]] - [[1221]]) goðorðsmaður á [[Víðimýri]] var [[Skagafjörður|skagfirskur]] höfðingi á 13. öld, sonur [[Tumi Kolbeinsson|Tuma Kolbeinssonar]] í Ási og Þuríðar Gissurardóttur. Hann var leiðtogi [[Ásbirningar|Ásbirninga]] eftir að [[Kolbeinn Tumason|Kolbeinn]] bróðir hannshans féll í [[Víðinesbardagi|Víðinesbardaga]] [[1208]]. Hann hélt áfram deilum við [[Guðmundur Arason|Guðmund biskup]] Arason og neyddist biskup til að flýja Hóla, var á hrakningi um landið næstu árin og hraktist síðan til Noregs þar sem hann var í nokkur ár. Hann kom aftur til Íslands 1218 en Arnór fór til [[Hólar í Hjaltadal|Hóla]], tók biskupinn höndum og hafði hann í haldi í heilt ár.
 
Arnór fór til [[Noregur|Noregs]] haustið 1221 ásamt konu sinni, Ásdísi Sigmundardóttur, bróðurdóttur [[Sigurður Ormsson|Sigurðar Ormssonar]] [[Svínfellingar|Svínfellings]], og tveimur yngstu börnum þeirra, [[Kolbeinn ungi Arnórsson|Kolbeini unga]] og Arnbjörgu, sem síðar giftist [[Órækja Snorrason|Órækju]] syni [[Snorri Sturluson|Snorra Sturlusonar]]. Eldri dætur þeirra voru Sigríður, kona [[Böðvar Þórðarson á Stað|Böðvars Þórðarsonar]] á Stað og móðir [[Þorgils skarði Böðvarsson|Þorgils skarða]], og Herdís, kona Böðvars Þórðarsonar í Bæ. Arnór veiktist í Noregi og dó um jólin 1221.