„Heimsvaldastefna“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Vesteinn (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Vesteinn (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 2:
'''Heimsvaldastefna''' er [[stjórnmál]]astefna [[stórveldi]]s, sem miðar að því að gera það að [[heimsveldi]] með því að seilast til áhrifa í öðrum löndum og hagnýta þau áhrif til fjárfestinga eða annarra efnahagslegra umsvifa, til dæmis við nýtingu [[náttúruauðlind]]a eða [[markaður|markaða]]. Oft er þeim hagsmunum fylgt eftir með [[utanríkisstefna|utanríkisstefnu]] landsins, og/eða með [[her]]valdi, stundum til að fá ríkisstjórnir annarra landa til að láta af andstöðu sinni en stundum til þess að leggja viðkomandi land undir heimsveldið sem [[skattland]], [[Nýlenda|nýlendu]] eða [[verndarsvæði]].
 
Nútímakenningar um heimsvaldastefnu urðu til á [[19. öld]] meðal vestrænna [[hagfræði]]nga og annarra fræðimanna, og stjórnmálamanna sem fengust við stjórn nýlenduvelda Breta, Frakka og fleiri þjóða.

== Kenning marxismans um heimsvaldastefnu ==
Bretinn [[John A. Hobson]], sem gaf út bók sína ''Imperialism'' (''Heimsvaldastefna'') árið [[1902]]. Hún hafði mikil áhrif á samtímamenns hans, meðal annars [[Lenín]], sem gaf út bók með sama nafni árið [[1917]], og aftur gaf tóninn í kenningum [[Marxismi|marxista]] um heimsvaldastefnu. Samkvæmt Lenín lauk tímabili nýlendustefnunnar við upphaf [[Fyrri heimsstyrkjöld|fyrri heimsstyrjaldar]], en þá hófst tímabil eiginlegrar heimsvaldastefnu, sem hann kallar „hæsta þróunarstig [[auðvald]]sskipulagsins“ og jafnframt síðasta stig þess. Að mati marxista stendur það tímabil mannkynssögunnar enn. Muninn segir Lenín felast í því að á nýlendutímanum séu enn til lönd sem stórveldin hafi ekki brotið undir sig, þau geti því keppt um áhrif án þess endilega að troða hvert öðru um tær. Á tímabili heimsvaldastefnunnar sé ekki pláss fyrir frekari útþenslu stórveldanna nema á kostnað hvers annars, og sú innbyrðis barátta leiði til heimsstyrjaldar, „uppskiptastyrjaldar“ sem hann kallar svo. Rót útþenslunnar rekja Lenín og fleiri til samþjöppunar [[auðmagn]]s: Vegna hennar myndist [[Auðhringur|auðhringa]], sem komist á endanum í [[einokun]]arstöðu á markaði heimalands síns. Þegar þeir eigi ekki fleiri fjárfestingartækifæri í heimalandinu, þurfi þeir að leita út fyrir landamærin eftir nýjum fjárfestingartækifærum svo þeir geti haldið áfram að græða peninga.
 
== Tengt efni ==