„Sighvatur Sturluson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
m Tók aftur breytingar 157.157.179.54 (spjall), breytt til síðustu útgáfu Navaro
 
Lína 1:
'''Sighvatur Sturluson''' ([[1170]] – [[1238]]) var einn helsti höfðingi [[Sturlungar|Sturlunga]] á fyrri hluta 13. aldar. Hann var sonur [[Hvamm-sturlaSturla|Sturlu Þórðarsonar]] (Hvamm-Sturlu) og [[Guðný Böðvarsdóttir|Guðnýjar Böðvarsdóttur]] konu hans og albróðir þeirra [[Þórður Sturluson|Þórðar]] og [[Snorri Sturluson|Snorra Sturlusona]].
 
Sighvatur ólst upp í [[Hvammur í Dölum|Hvammi í Dölum]] og bjó þar framan af, á [[Staðarfell]]i, í [[Hjarðarholt]]i og á [[Sauðafell]]i, en árið [[1215]] flutti hann til [[Eyjafjörður|Eyjafjarðar]], settist að á [[Grund (Eyjafjarðarsveit)|Grund]] og varð héraðshöfðingi Eyfirðinga og Þingeyinga.
 
Árið [[1222]] fór hann ásamt [[SturlhgaSturla Sighvatsson|Sturlu]] syni sínum í herför til [[Grímsey]]jar, þar sem [[Guðmundur Arason]] biskup hafði þá búið um sig, til að hefna fyrir dráp elsta sonar síns, [[Tumi Sighvatsson|Tuma]], sem biskupsmenn felldu á [[Hólar í Hjaltadal|Hólum]] þá um veturinn. Kirkjan leit þá för alvarlegum augum og sættir náðust ekki fyrr en Sturla fór fyrir hönd þeirra feðga beggja í [[suðurganga|suðurgöngu]] til [[Róm]]arborgar í yfirbótarskyni fyrir [[Grímseyjarför]].
 
Þegar Sturla kom aftur heim [[1235]] hóf hann þegar tilraunir til að ná landinu öllu undir sig og faðir hans og bræður drógust inn í þá baráttu og átök Sturlu við [[Gissur Þorvaldsson]] og [[Kolbeinn ungi Arnórsson|Kolbein unga]], sem lauk með [[Örlygsstaðabardagi|Örlygsstaðabardaga]] 1238. Þar féll Sighvatur og fjórir synir hans. Sighvatur, sem farinn var að nálgast sjötugt, féll sunnan við gerðið á Örlygsstöðum, þar sem Kolbeinn ungi og menn hans unnu á honum.