„Hrolleifur mikli Arnhallsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Navaro (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Hrolleifur mikli''' var [[landnámsmaður]] í [[Skagafjörður|Skagafirði]]. Hann var bróðursonur [[Sæmundur suðureyski|Sæmundar suðureyska]], landnámsmanns í [[Sæmundarhlíð]]. Hrolleifur kom að sögn [[Landnámabók]]ar ásamt móður sinni, sem hét [[Ljót]], til hafnar í [[Borgarfjörður|Borgarfirði]] en þar var land allt fullnumið svo að þau fóru norður í land og gátu hvergi á leiðinni fundið ónumið land fyrr en í Skagafjörð kom. Sæmundur vísaði þeim út á [[Höfðaströnd]] til [[Höfða-Þórður Bjarnarson|Höfða-Þórðar]] og Hrolleifur fékk hluta af landnámi hans, [[Hrolleifsdalur|Hrolleifsdal]] sunnanverðan.
 
Hrolleifur stóð þó ekki lengi við því að hann lenti í átökum út af kvennamálum, drap son nágranna síns og var gerður héraðsrækur. Sæmundur frændi hans sendi hann þá til vinar síns, [[Ingimundur gamli Þorsteinsson|Ingimundar gamla]] á [[Hof í Vatnsdal|Hofi í Vatnsdal]]. Hrolleifur lenti þar í deilum við syni Ingimundar út af veiði í [[Vatnsdalsá]] en er Ingimundur, sem orðinn var gamall og blindur, ætlaði að ganga á milli skaut Hrolleifur spjóti í gegnum hann. Synir Ingimundar eltu Hrolleif uppi og drápu hann.