„Dewey-flokkunarkerfið“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Xqbot (spjall | framlög)
m Vélmenni: en:Dewey Decimal Classification er gæðagrein; útlitsbreytingar
Eantonsson (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:1885 Decimal LibraryBureau.png|thumb|right|Titilsíða annarrar útgáfu flokkunarkerfis Deweys sem kom út í Bandaríkjunum árið 1885]]
'''Dewey-flokkunarkerfið''' er [[flokkun]]arkerfi fyrir [[bókasafn|bókasöfn]] sem byggir á [[tugakerfi]]nu. Þar af leiðandi takmarkast kerfið við að flokka alla mannlega [[þekking]]u í tíu aðalflokka. Kerfið er upprunalega frá árinu [[1876]] og er nefnt eftir aðalhöfundi þess Bandaríkjamanninum [[Melvil Dewey]]. Kerfið er mjög ráðandi í vestrænum bókasöfnum, um 95% bókasafna í Bandaríkjunum notast við kerfið til uppröðunar.<ref>''New YorYork Times'': [http://www.nytimes.com/2007/07/14/us/14dewey.html Dewey? At This Library With a Very Different Outlook, They Don’t], 14. júlí 2007</ref> Dewey-flokkunarkerfið er notað í yfir 200.000 bókasöfnum í 135 löndum í dag. Það hefur verið þýtt á yfir 60 tungumál, þar með talið [[íslenska|íslensku]].<ref>OCLC: [http://www.oclc.org/dewey/about/translations/default.htm Dewey is the world's most widely used library classification system]</ref>
 
Reglulega eru gefnar út endurbættar og breyttar útgáfur af Dewey-flokkunarkerfinu. Flokkunarkerfið er gefið út í tveimur útgáfum, heildarútgáfan fyrir bókasöfn með almennan bókakost sem telur yfir 20 þúsund bækur og stytt útgáfa fyrir smærri söfn. 23. heildarendurútgáfan kom út á árinu 2011 og 15. stytta útgáfan árið 2012.<ref>OCLC: [http://www.oclc.org/dewey/versions.en.html Latest versions]</ref> Hönnun og þróun Dewey-flokkunarkerfisins er í höndum [[Bókasafn Bandaríkjaþings|Bókasafns Bandaríkjaþings]] en þar hefur alþjóðleg nefnd yfirumsjón með verkinu. Bandaríska fyrirtækið Online Computer Library Center, Inc. (OCLC) er svo handhafi dreifingarréttar.