„Veturnætur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
JackieBot (spjall | framlög)
m Fix URL prefix
Lína 1:
'''Veturnætur''' eru forn tímamót sem haldin voru hátíðleg á [[Norðurlöndin|Norðurlöndunum]] áður en þau tóku Kristni. Voru hátíðarhöldin haldin í október til að fagna upphafi vetrar en í gamla [[Norræna tímatalið|norræna tímatalinu]] hófst árið í upphafi vetrar svo þetta voru einskonar áramót<ref>[http://www.visindavefur.is/svar.php?id=5367 Hverjar eru hefðir og saga hrekkjavöku?]</ref>. Nafngiftin er skýrð þannig að í gamla norræna tímatalinu sem byggist á [[vika|vikum]] var síðasti dagur sumars á [[miðvikudagur|miðvikudegi]] (þar sem [[sumardagurinn fyrsti]] er á [[fimmtudagur|fimmtudegi]]) en [[fyrsti vetrardagur]] á [[laugardagur|laugardegi]]. Dagarnir þarna á milli voru kallaðir vetrarnætur eða veturnætur.
 
Hátíðin virðist hafa lagst af fljótlega eftir kristni en þennan sið að halda veturnæturhátíð endurvakti Íslenska Ásatrúarfélagið seint á 20. öld og halda '''Veturnáttablót''' [[Fyrsti vetrardagur|fyrsta vetrardag]].<ref>{{cite web |url=http://http://asatru.is/blot|title=Blót|publisher=Ásatrúarfélagið|accessdate=3. janúar|accessyear=2015}}</ref>
 
== Uppruni ==