„Áfengisbann“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Bannár''' ('''bannárin''' eða '''vínbannið''') nefnast [[tímabil]] í [[mannkynssaga|sögu]] [[þjóð]]a, þegar bannað er að selja og neyta [[áfengi]]s. Bannárin á [[Ísland]]i stóðu yfir í 20 ár (eða 7 ár eftir því hvernig á málið er litið). Algjört áfengisbann gekk í gildi árið [[1915]]. Bannið tók til þess að framleiða og selja áfenga drykki. Sala [[léttvín|léttra vína]] var þó leyfð aftur árið [[1922]] (Spánarvín), en áfengisbannið var síðan afnumið alveg [[1935]]. [[Bjór (öl)|Bjór]] sem hafði verið leyfður fyrir 1915 var þó ekki leyfður aftur á Íslandi fyrr en [[1. mars]] [[1989]]. [[Þjóðaratkvæðagreiðsla|Þjóðaratkvæðagreiðslur]] voru haldnar um áfengisbann [[1908]] og [[1933]].
 
[[Áfengisauglýsingar]] voru bannaðar á Íslandi með lögum frá árinu [[1928]] meðan áfengisbannið var enn viðí gildi. Áfengisbanninu var svo aflétt 7 árum seinna, en auglýsingabannið hefur haldist síðan.<ref>[http://www.timarit.is/titlebrowse.jsp?issueID=434027&pageSelected=9&lang=0 Morgunblaðið 1995]</ref>
 
Bannárin í [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]] stóðu frá [[1920]] til [[1933]].
 
== Vínbannið á Íslandi ==
Fyrsta [[góðtemplarareglan]] á Íslandi var stofnuð á [[Akureyri]] í janúar [[1884]]. Starfsemi reglurnar efldist smám saman um land allt og varð áhrifamikið afl í íslenskum stjórnmálum. Árið [[1908]] var gengið til [[Þjóðaratvkæðagreiðsla|þjóðaratkvæðagreiðslu]] um hvort banna ætti sölu og neyslaneyslu áfengis á Íslandi. Bannið var samþykkt með um 60% atkvæða. Alþingi þæfði málið nokkuð en samþykkti það árið eftir, en lögin komu til framkvæmda í upphafi árs 1915.
 
[[Sigurður Grímsson]], lögfræðingur og þýðandi, sagði frá því í viðtali í [[Morgunblaðið|Morgunblaðinu]] árið [[1974]], þegar Alþingi samþykkti innflutning á Spánarvínum [[1922]]. Hann var þá þingfréttaritari og lýsti þá einnig hvernig aðstæður höfðu verið áður en banniðbanninu var aflétt:
:AÁ þingritaraárum mínum var ég viðstaddur þann sögufræga fund sem samþykkti innflutning á Spánarvínunum. Þá hafði verið algert vínbann í nokkur ár með hörmulegum afleiðingum, smygli, þefi, sektum, þrætum, kærum og bruggi. Þá varð maður að bjarga sér á ýmsa lund t.d. með svokölluðum hundaskömmtum hjá læknum, en það voru 210 grömm af hreinum spíra. En þessi fundur var ákaflega skemmtilegur. Forseti sameinaðs þings, Magnús Kristjánsson, var alltaf að ruglast í ríminu, og Benedikt Sveinsson og Guðmundur Björnsson landlæknir, leiðréttu hann í sífellu, spruttu á fætur og kölluðu til skiptis: „Herra forseti,... herra forseti.“ Þeir voru báðir góðglaðir, og það sem verra var olíulampinn í skrifstofu landlæknis hafði ósað allmikið og bar Guðmundur þess ljós merki.<ref>[http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3296404 Fulltrúi á erlendu kommúnistaþingi; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1974]</ref>
 
[[Jónas Jónsson frá Hriflu]] og [[Tryggvi Þórhallsson]] kusu gegn afléttingu bannsins árið 1922. Jónas sagði í grein í [[Tíminn (dagblað)|Tímanum]] [[1939]]: