„Hafsbotn“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Addbot (spjall | framlög)
m Bot: Flyt 1 tungumálatengla, sem eru núna sóttir frá Wikidata á d:q468469
Sweepy (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 1:
'''Hafsbotn''' (eða '''sjávarbotn''') er botn [[Hafið|hafsins]], sem byrjar þar sem land fer undir sjó. [[Haffræði]] í rýmstu merkingu nær til allra rannsókna á hafinu sjálfu, lífverum þess og hafsbotninum. Í [[setlög]]unum, sem hlaðist hafa upp í hafinu, er t.d. skráð saga hafsins milljónir ára aftur í tímann. Ýmis sjávardýr lifa við hafsbotninn og hinar ýmsar jurtir vaxa upp af honum. Athuga ber að orðið hafsbotn er á íslensku einnig haft um innsta hluta víkur eða fjarðar.
 
Kringum öll lönd er svo kallaður grunnsævispallur, er nefnist [[landgrunn]], sem er grunnsævi út frá landi, frá fjöru að 200 m dýptarlínu. Landgrunnið við [[Ísland]] hefur skarpa, bogadregna brún á 200 m dýpi. Frá henni liggur brekka (forbrekkan), sem víða hefur um 4° halla.