„Súmersk trúarbrögð“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 48:
Súmerar trúðu því að þeirra tilgangur í alheiminum væri að þjóna guðunum. Til þess að ná þessu fram vörðu Súmerar gríðarlegum tíma til að þóknast guðunum með tilbeiðslu og fórnum. Mikilvægu guðirnir voru hinsvegar álitnir hafa of þýðingarmiklar skyldur til að verja tíma sínum til þess að mæta og hlusta á bænir hversdags mannsins, lausn á þessi fólst í því að skipa persónulega guði sem milliliði milli mannsins og háu guðanna. Persónulegu guðirnir hlustuðu á bænir og millifærðu þeim á háu guðina.
Hofið var miðpunktur allra trúarathafna. Hver borg átti a.m.k. eitt stórt hof tileinkað sínum verndara. Daglegar fórnir voru gerðar á dýrum og mat, einsog vín, mjólk og ýmiskonar kjöti. Sérstakar trúarhátíðir áttu sér stað á degi nýs mána. En mikilvægasti dagurinn var samt sem áður nýársdagur.
Sá sem sá um hofið var kallaður sanga. Hann var ábyrgur fyrir fjármálum og viðhaldi hofsins, ásamt öðrum mikilvægum störfum. Trúarleiðtogi hofsins var kallaður en en hann gat verið maður eða kona en það var undir því komið hvaða goð var verið að tilbiðja í tilteknu hofi. Undir en-inum voru ýmsar undirstéttir presta svo sem guda, mah, gala, nindingir og ishib. Hlutverk þeirra er ekki þekkt. Þó vitað sé að ishib hafi almennt séð um fórnir og að gala hafi verið skáld eða söngvari. <ref>http://www.sarissa.org/sumer/sumer_rel.php</ref>