„Súmersk trúarbrögð“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 22:
== '''Hlutverk mannsins''' ==
Samkvæmt súmerskri trú mótuðu guðirnir manninn úr leir, með þann tilgang að þjóna þeim. Guðirnir stjórnuðu alfarið örlögum mannanna.<ref>(http://i-cias.com/e.o/sumer.religion.htm)</ref> Súmerar trúðu því að tilgangur lífsins væri að þjóna guðunum. Þeir eyddu stórum hluta ævinnar í að halda þeim í góðu skapi með bænum og fórnum. <ref>(http://realhistoryww.com/world_history/ancient/Misc/Sumer/Sumerian_Religion.htm)</ref> Allar trúarlegar athafnir áttu sér stað innan hofanna. Þetta voru daglegar, mánaðarlegar og árlegar athafnir af ýmsu tagi.
 
== '''Alheimurinn''' ==
Súmerar álitu alheiminn samanstanda af himni og jörð enda er súmerska orðið fyrir alheimur an-ki sem í beinni þýðingu er „himin-jörð“.
Jörðin var álitin flatur disklaga flötur umkringdur tómarúmi. Þetta allt var svo umlukið hörðu efni úr tini. Milli jarðarinnar og himnanna var efni þekkt sem lil, sem þýðir „loft“ eða „andardráttur“. Tunglið, sólin, stjörnurnar og pláneturnar voru líka úr lil. Það sem umkringdi an-ki-ið var hinn frumstæði sjór. Úr sjónum kom an-ki sem að lokum ruddi veginn fyrir lífið.
 
Súmerskir guðfræðingar trúðu því að hvert smáatriði í hinum margbrotna alheimi væri stjórnað af ódauðlegri veru. Alheimurinn laut hans reglum.
 
Heimurinn undir fótum mannsins var þekktur sem undirheimur. Súmerar trúðu því að sálir hinna fráföllnu sigu niður í þennan undirheim úr gröfum sínum. Því var haldið fram að sumstaðar væru sérstök göng í þessa undirheima sem lifandi menn gætu farið í gegnum, en ef menn færu þangað gætu þeir ekki snúið aftur nema hægt væri að finna einhvern annan til að koma í þeirra stað. Manneskja sem tæki reisu í undirheimanna þurfti samt sem áður að fylgja nokkrum grunnreglum:
 
• Hún má ekki skapa nein hljóð
• Hún má ekki vera með nein vopn í fórum sínum
• Hún má ekki klæðast hreinum fötum
• Hún má ekki vera í sandölum
 
Það að lúta ekki þessum reglum myndi lenda í því að vera haldin sem gísl af íbúum undirheimanna þangað til guð myndi blanda sér í málin.
 
Undirheimarnir voru stjórnaðir af Nergal og Ereshkigal.
 
Eftir að sál úr dauðum líkama hafði farið í undirheimanna þurfti hún að fara yfir á með hjálp bátamanns sem sigldi henni yfir. Þá þurfti sálin að mæta Utu, sem dæmdi gjörðir sálarinnar. Ef dómurinn var jákvæður myndi sálin lifa það sem eftir er í hamingju. Það er hinsvegar vitað að Súmerar töldu daglegt líf í undirheimum vera dapurlegt.