„Grímur Jónsson (amtmaður)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 2:
'''Grímur Jónsson''' ([[12. október]] [[1785]] – [[7. júní]] [[1849]]) (skrifaði sig sjálfur '''Grímur Johnsen''') var amtmaður í [[Norður- og Austuramt]]i á Íslandi og bæjarfógeti í Danmörku.
 
Grímur fæddist í [[Garðar (Akranesi)|Görðum]] á [[Akranes]]i og voru foreldrar hans séra Jón Grímsson, sem þar var prestur, og kona hans Kristín Eiríksdóttir frá Helluvaði á Rangárvöllum. Eina systir hans sem upp komst var Ingibjörg, kona [[Þorgrímur Tómasson|Þorgríms Tómassonar]] gullsmiðs á [[Bessastaðir|Besastöðum]] og móðir [[Grímur Thomsen|Gríms Thomsen]]. Grímur útskrifaðist úr [[Hólavallarskóli|Hólavallarskóla]] [[1802]] og var síðan skrifari hjá [[Ólafur Stefánsson|Ólafi Stefánssyni]] stiftamtmanni, en móðir hans, sem þá var orðin ekkja, var [[ráðskona]] þar. Árið [[1805]] sigldi Grímur svo til náms við [[Hafnarháskóli|Hafnarháskóla]] og lauk lögfræðiprófi vorið [[1808]].
 
Hann gekk síðan í [[danski herinn|danska herinn]], varð [[lautinant]] í landhernum og varð svo efstur á herforingjaprófi í janúar [[1810]]. Hann átti góðan feril í hernum og varð „Overkrigskommissær" 1816. Árið 1819 hætti hann þó í hernum og varð bæjarfógeti í Skælskör á [[Sjáland]]i. Árið [[1824]] var hann svo skipaður amtmaður í [[Norður- og Austuramt]]i, flutti til Íslands með fjölskylduna og settist að á [[Möðruvellir í Hörgárdal|Möðruvöllum]] í [[Hörgárdalur|Hörgárdal]].