„Íran“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Fridjong (spjall | framlög)
m Vísa á svg skrá af fána til samræmis
Sweepy (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 30:
|VÞL_ár = 2013|VÞL_sæti = 76|VÞL = {{hækkun}} 0.742|staða = [[Byltingin í Íran|Bylting]]|dagsetning1 = [[11. febrúar]], [[1979]]|atburður1 = Yfirlýst}}
 
'''Íran''' ([[persneska]]: ایران, opinbert heiti: '''Íslamska lýðveldið Íran''') er land í [[Mið-Austurlönd]]um með landamæri að [[Aserbaídsjan]], [[Armenía|Armeníu]] og [[Túrkmenistan]] í norðri, [[Pakistan]] og [[Afganistan]] í austri, [[Tyrkland]]i og [[Írak]] í vestri og strandlengju að [[Persaflói|Persaflóa]] í suðri og [[Kaspíahaf]]i í norðri. Íran er eina landið sem á bæði land að Kaspíahafi og [[Indlandshaf]]i. Þótt landið hafi verið kallað Íran að minnsta kosti frá tímum [[Akkamenídar|Akkamenída]] var það allt til ársins [[1935]] nefnt [[Grikkland|gríska]] nafninu [[Persía]] á [[Vesturlönd]]um. [[1959]] tilkynnti [[Mohammad Reza Pahlavi]] að bæði nöfnin skyldu notuð. Árið [[1979]] var gerð [[bylting]] í landinu sem leiddi til [[klerkastjórn]]ar [[Ayatollah Khomeini]]s og stofnunar [[íslamkst lýðveldi|íslamska lýðveldisins]] Íran (جمهوری اسلامی ایران). Nafnið Íran þýðir „land [[Aríi|aríanna]]“.
 
Í Íran kom upp eitt af elstu menningarríkjum heims, [[Elam]], sem hóf að myndast um 3200 f.Kr. Árið [[625 f.Kr.]] stofnuð [[medar]] hið fyrsta af mörgum keisaradæmum í sögu Írans og eftir það varð landið ríkjandi menningarlegt afl í sínum heimshluta. Það náði hátindi sínum með veldi [[Akkamenídaríkið|Akkamenída]] sem [[Kýros mikli]] stofnaði um [[550 f.Kr.]] Þá náði ríkið frá [[Indusdalur|Indusdal]] í austri að [[Þrakía|Þrakíu]] og [[Makedónía|Makedóníu]] í vestri. Þetta heimsveldi hrundi í kjölfar landvinninga [[Alexander mikli|Alexanders mikla]] árið [[330 f.Kr.]] Eftir það komu þar upp veldi [[Parþar|Parþa]] og síðan [[Sassanídar|Sassanída]]. Múslimar lögðu landið undir sig árið 651 og [[íslam]] tók þá við af [[manikeismi|manikeisma]] og [[sóróismi|sóróisma]] sem ríkjandi trúarbrögð. Árið [[1501]] hófst veldi [[Safavídaríkið|Safavída]] sem studdu [[tólfungaútgáfa íslam|tólfungaútgáfu íslam]]. Eftir [[persneska stjórnarskrárbyltingin|persnesku stjórnarskrárbyltinguna]] [[1906]] var fyrsta [[þing Írans]] stofnað og [[þingbundin konungsstjórn]] tók við. Í kjölfar [[stjórnarbyltingin í Íran|stjórnarbyltingar]] sem [[Bretland|Bretar]] og [[Bandaríkin|Bandaríkjamenn]] studdu árið [[1953]] varð stjórn landsins í vaxandi mæli [[alræði]]sstjórn. Óánægja með stjórnina og erlend áhrif leiddi til [[íranska byltingin|írönsku byltingarinnar]] og stofnunar [[íslamskt lýðveldi|íslamsks lýðveldis]] árið [[1979]].