„David Lynch“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: thumb|right|David Lynch árið 2009 '''David Keith Lynch''' (f. 20. janúar 1946) er bandarískur kvikmyndaleikstjóri sem er þekktur...
 
Ekkert breytingarágrip
Lína 2:
'''David Keith Lynch''' (f. [[20. janúar]] [[1946]]) er bandarískur kvikmyndaleikstjóri sem er þekktur fyrir [[súrrealismi|súrrealískar]] og oft truflandi kvikmyndir með óhefðbundnum og ólínulegum söguþræði. Fyrsta kvikmyndin í fullri lengd sem hann leikstýrði var ''[[Eraserhead]]'' (1977). Næst var hann ráðinn til að leikstýra kvikmynd um [[John Merrick]], ''[[Fílamaðurinn]]'' (''The Elephant Man'') 1980 sem fékk átta tilnefningar til [[Óskarsverðlaun]]a. Í kjölfarið leikstýrði hann tveimur kvikmyndum fyrir [[De Laurentiis Entertainment Group]], ''[[Dune (kvikmynd)|Dune]]'' (1983), sem hlaut slæmar viðtökur, og ''[[Blátt flauel]]'' (''Blue Velvet'' - 1986) sem sló í gegn og átti þátt í að gera [[Isabella Rossellini|Isabellu Rossellini]] að stjörnu í Bandaríkjunum.
 
Árið 1990 hóf hann gerð sjónvarpsþáttaraðarinnar ''[[Tvídrangar]]'' (''Twin Peaks'') ásamt [[Mark Frost]] sem fyrirtæki [[Sigurjón Sighvatsson|Sigurjóns Sighvatssonar]] [[Propaganda Films]] tók þátt í að framleiða. Sama ár gerði hann vegamyndina ''[[Tryllt ást]]'' (''Wild at Heart''). Árið 1999 gerði hann svo ''[[Saga Straight]]'' (''The Straight Story'') sem hann lýsti sjálfur sem tilraunakenndustu mynd sinni. Hann gerði enn tilraunir með ólínulegan söguþráð í myndunum ''[[Trufluð veröld]]'' (''Lost Highway'' - 1997), ''[[Mulholland Drive]]'' (2001) og ''[[Upplandsríkið]]'' (''Inland Empire'' - 2006) sem er hans síðasta kvikmynd í fullri lengd. Á sama tíma hefur hann gert fjölda stuttmynda eins og ''[[Dumbland]]'' 2002 (dreift á vefsíðu leikstjórans) og leikstýrt tónlistarmyndböndum fyrir [[Moby]] og [[Nine Inch Nails]] meðal annarra.
 
== Tenglar ==
{{stubbur}}
{{commonscat|David Lynch}}* [http://www.imdb.com/name/nm0000186/ David Lynch] á [[Internet Movie Database]]
* [http://davidlynch.com/ Opinber heimasíða David Lynch]
 
{{stubbur|æviágrip}}
 
{{DEFAULTSORT:Lynch, David}}