„Rúnir“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Masae (spjall | framlög)
Tek aftur breytingu 1455628 frá 157.157.117.63 (spjall)
Ekkert breytingarágrip
Lína 24:
=== Yngri rúnaröð ===
[[Mynd:Yngre futharken.svg|thumb|400px|Yngri rúnaröð, efri röðin svo nefnd danska rúnaröðin, neðri norsk-sænska.]]
[[Norðurgermönsk mál]], þar á meðal norræn, tóku miklum breytingum á 6. og 7. öld og um 700 var eldri rúnaröðin einfölduð á þann hátt að táknum var fækkað úr 24 í 16. Þessi nýja rúnaröð, sem nefnd er yngri rúnaröð eða fuþark hið yngra, kemur í notkun nánast samtímis í [[Svíþjóð]], [[Danmörk]]u og [[Noregur|Noregi]] svo það er engu líkara en að Norðurlöndin hafi gert með sér samning um að taka upp nýtt letur. Eitt það merkilega við þessa leturbreytingu er að um svipað leyti fjölgar hljóðum í norrænu samkvæmt greiningum málfæðinga svo eiginlega var þörf fyrir fleiri tákn en ekki færri en áður ef hvert hljóð átti að eiga sitt tákn. Hvers vegna þetta gerist er ekki vitað en tengist þeim miklu breytingum sem verða á þessum málum á sama tímabili. Má vera að úr því að 24 tákn voru ekki lengur nægilega mörg til þess að koma til skila öllum hljóðum málsins þá var álitið að samhengi mundi sýna hljóðígildi þeirra stafa sem hefði fleiri en einn hljóðmöguleika.
 
Sennilegt er að auknar samgöngur og verslun á [[víkingaöld]] hafi haft í för með sér aukna þörf á ritmáli enda er mikill hluti rúnafunda frá þessum tíma frá [[verslunarstaður|verslunarstöðum]].