„Amerískur fótbolti“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m bætti við að eitt félag á Íslandi spilar Amerískan fótbolta
Lína 58:
** Eftir snertimark má lið reyna að fá 1 eða 2 viðbótarstig. Boltinn er settur á 2,74 metra (3 yd) línu hins liðsins eftir snertimarkið og þaðan má liðið skora snertimark eða vallarmark. Ef að liðið velur að skora vallarmark fæst 1 auka stig ef að það tekst, en ef að liðið velur að skora snertimark fær það 2 stig ef það tekst. Ef að vörnin tekst að komast inní sendingu sóknarliðsins eða nær boltanum eftir að sóknarmaður klúðrar honum má vörnin ekki reyna að skora snertimark. Sóknarlið fær ekkert stig ef því mistekst að skora snerti eða vallarmark.
[[Mynd:American Football Kick.jpg|thumb|Leikmenn reyna að skora vallarmark]]
* '''Vallarmark''': Vallarmark gefur 3 stig. Það er skorað þegar boltanum er spyrnt í gegnum markstangir varnarliðsins. Yfirleitt er reynt að skora vallarmark ef að lið er nógu nálægt markstöngunum í 4. tilraun, eða þegar að lítill tími er eftir af leiknum. Í NFL deildinni í Evrópu ([[NFL Europa]]) gefa þeir 4 stig fyrir vallarmörk yfir 45,7 metra (50 yd).
* '''Sjálfsmark''': Sjálfsmark gefur 2 stig. Vörnin ein getur látið sóknarliðið skora sjálfsmark<ref>Sóknarlið getur það ef að boltanum er klúðrað (fumble) tvisvar í sömu sókn, og í seinna skipti klúðrar liðið sem upphaflega var varnarlið boltanum útaf í eigin markteig, en þetta er ''afar'' sjaldséð</ref>. Þá er leikmaðurinn sem að heldur á boltanum neyddur í eigin markteig og tæklaður þar af varnarmanni, ef að hann klúðrar boltanum útaf vellinum í sinn eigin markteig er það líka talið sem sjálfsmark og einnig ef að vörnin nær að verja spyrnu sóknarliðsins og boltinn rúllar útaf á markteig sóknarliðsins. Ef að leikmaður varnarliðsins grípur inní sendingu sóknarliðs í eigin markteig og er tæklaður þar er ekki litið á það sem sjálfsmark sem gefur 2 stig, heldur sjálfsmark þar sem ekkert stig er gefið eins og talað er um hér fyrir ofan.