„Halldór H. Jónsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m laga heimildatengla
Lína 2:
 
==Ævi==
Foreldrar Halldórs voru [[Jón Björnsson frá Bæ]] í [[Borgarfjörður|Borgarfirði]], bóndi og kaupmaður, og Helga Björnsdóttir, húsmóðir. Halldór gekk í [[Menntaskólinn í Reykjavík|Menntaskólann í Reykjavík]] og lauk stúdentsprófi þaðan árið [[1931]]. Hann hélt til [[Svíþjóð]]ar í nám í arkitektúr í [[Konunglegi tækniháskólinn í Stokkhólmi|Konunglega tækniháskólanum í Stokkhólmi]] og lauk þaðan námi árið [[1938]]. Eftir að hann sneri heim hóf hann störf við Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen. Ári seinna stofnaði hann eigin arkitektastofu. Árið [[1940]] giftist hann Margréti Þ. Garðarsdóttur, dóttur [[Garðar Gíslason|Garðars Gíslasonar]], stórkaupmanns. Halldór hóf störf við fyrirtæki tengdaföður síns, [[G. Gíslason & Hay]] (seinna Garðar Gíslason hf.). Í gegnum Garðar kynntist Halldór sterkefnuðum mönnum í íslensku viðskiptalífi s.s. [[Ingólfur á Hellu|Ingólfi á Hellu]]. Hann hafði þá þegar kynnst [[Sveinn Valfells|Sveini Valfells]] en Halldór sat í stjórn fyrirtækis hans, Steypustöðinni hf. frá 1947-73. Halldór var stjórnarformaður Sameinaðra verktaka sem var stofnað [[1954]] og átti helmingshlut í verktakafyrirtækinu [[Íslenskir aðalverktakar]]. Góðkunningi hans [[Geir Hallgrímsson]], seinna [[forsætisráðherra Íslands]] var þá forstjóri Íslenskra aðalverktaka.
 
Halldór settist fyrst í stjórn Eimskipafélags Íslands árið [[1965]] og varð stjórnarformaður 1974. Hann sat í stjórn Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi frá [[1960]]-[[1978|78]]. Í stjórn [[Vinnuveitendasamband Íslands|Vinnuveitendasambands Íslands]] [[1952]]-[[1979|79]].