„Weather Underground“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: '''Weather Underground Orgaization''', líka þekkt sem '''The Weathermen''', voru bandarísk róttæk vinstrihreyfing sem stóð fyrir fjölda fangaf...
 
mEkkert breytingarágrip
 
Lína 1:
'''Weather Underground OrgaizationOrganization''', líka þekkt sem '''The Weathermen''', voru [[BNA|bandarísk]] [[öfgavinstristefna|róttæk vinstrihreyfing]] sem stóð fyrir fjölda [[fangaflótti|fangaflótta]] og [[sprengjutilræði|sprengjutilræða]] gegn stjórnarbyggingum og bönkum á [[1961-1970|7.]] og [[1971-1980|8. áratug 20. aldar]]. Samtökin voru stofnuð á háskólasvæði [[Michigan-háskóli|Michigan-háskóla]] í [[Ann Arbor (Michigan)|Ann Arbor]] árið [[1969]]. Þau spruttu upp úr klofningi annarra samtaka, [[Students for a Democratic Society]]. Meðal tilræða sem samtökin stóðu fyrir voru sprengingar í [[United States Capitol]] 1971 og [[Pentagon]] 1972. Þrír meðlimir samtakanna létust við sprengjugerð í [[Greenwich Village]] árið 1970 en annars létust engir í sprengjutilræðum samtakanna. Nokkrir fyrrum meðlimir tóku þátt í ráni á brynvörðum bíl [[1981]] sem leiddi til dauða þriggja manna.
 
Samtökin leystust smám saman upp eftir lok [[Víetnamstríðið|Víetnamstríðsins]] [[1975]] og liðu undir lok árið [[1977]]. Árið 1975 var róttæki aðgerðahópurinn [[Prairie Fire Organizing Committee]] stofnaður á grundvelli [[marx-lenínismi|marx-lenínisma]] innan samtakanna. Sá hópur starfar enn. Nokkrir meðlimir gáfu sig fram við yfirvöld eftir að [[Jimmy Carter]] gaf út almenna [[sakaruppgjöf]] fyrir þá sem höfðu komið sér undan herþjónustu.