„Harpa (mánuður)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Merki: Sýnileg breyting Farsímabreyting Breyting frá farsímavef
Lína 6:
Fleiri nöfn finnast í rímnahandritum frá [[17. öld]] en aðeins tvö þeirra náðu einhverri fótfestu en það voru fyrstu tveir mánuðir sumars, harpa og [[skerpla]]. Ekki er vitað hvernig þau nöfn komu til né hvað þau merktu. Hugsanlega vísar nafnið harpa til skáldlegrar hörpu vorsins, en á 17. öld voru vor oft vond og mikill fellir fjár og gæti nöfnið harpa því frekar verið skilt ''herpingi'' og skerpla ''skerpu'' og hvorttveggja merkt hörku.
 
minnstakostiminnsta kosti er viðmóti mánaðarins þannig lýst í viðlagi í handriti frá [[18. öld]]:
 
:Harpa bar snjóa
Lína 26:
:karphús grátt bar harpa.
 
Þegar komið er fram á [[19. öldin|19.öld]] og rómantíkin alsráðandiallsráðandi, virðist harpa verða æ meir persónugervingur vorsins og velkominnvelkomin. Farið var að kalla hana dóttur Þorra og Góu en elsta dæmi þess að þau væru hjón en ekki feðgin er frá um [[1820]] og kemur það fram í eftirfarandi húsgangi:
 
:Þorri og Góa grálynd hjú
Lína 34:
 
==Hátíð í upphafi hörpu==
Hátíðir í sumarbyrjun eru áræðalegaáreiðanlega mjög gamlar þótt ekki séu margar öruggar heimildir til um þær. Í Ynglinga sögu er getið um ''sumarblót'' í ríki Óðins konungs og í Egils sögu og Ólafs sögu helga er minnst á ''sumarblót'' bænda í Noregi. Adam frá Brimum lýsir á 11. öld höfuðblóti Svía um vorjafndægur í Uppsölum. Um sumarblót á Íslandi sést einungis getið í Vatnsdæla sögu en þar virðist ekki vera verið að lýsa almennri venju enda tekið fram að um einkablót Ljót á Hrolleifsstöðum.
 
Örugg heimild um sumarglaðning sést ekki fyrr en í Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar frá miðri 18. öld. Þar nefna þeir sumardaginn fyrsta sérstaklega sem sumarhátíð þar sem fólk gerði vel við sig í mat og drykk. Um miðja 19. öld þegar skipulega er byrjað að safna alþýðu heimildum kemur fram að sumardagurinn fyrsti hafi verið mesta hátíð næst á eftir jólunum. Sumargjafir hafa því sennilega tíðkast lengi á og kringum upphaf hörpu og sumardaginn fyrsta.