„Hallgrímur Pétursson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 5:
Hallgrímur var fæddur í [[Gröf á Höfðaströnd]], sonur hjónanna ''Magnús Guðmundssonar'' og ''Hjaltveigar Jónsdóttur''. Pétur var svokallaður ''Fljótaumboðsmaður'', sem þýðir það að hann hafði umboð fyrir þeim jörðum í [[Fljót|Fljótum]], sem voru í eigu [[Hólar í Hjaltadal|Hólastóls]]. Pétur var einnig hringjari á [[Hólar í Hjaltadal|Hólum]] enda voru þeir [[Guðbrandur Þorláksson]], biskup, þar bræðrasynir. Um móður hans er ekkert vitað og hún kann að hafa dáið þegar Hallgrímur var enn ungur.<ref>{{bókaheimild|höfundur=Margrét Eggertsdóttir|titill=Barokkmeistarinn: List og lærdómur í verkum Hallgríms Péturssonar|ár=2005|útgefandi=Stofnun Árna Magnússonar|bls=163}}</ref>
 
HallgrímurHalgrímRu ólst upp á Hólum en fór þaðan sem unglingur í iðnnám til [[Danmörk|Danmerkur]] eða [[Þýskaland|Norður-Þýskalands]], líklegast um [[1630]]. Sögum ber ekki saman um námsdvöl Hallgríms, en talið er að hann hafi numið [[málmsmíði]] í [[Kaupmannahöfn]], [[Hamborg]] eða [[Lukkuborg]] (sem þá var í [[Danmörk]]u en nú í [[Þýskaland]]i). Hann var nokkrum árum síðar starfandi hjá járnsmið í [[Kaupmannahöfn]] og hitti þar [[Brynjólfur Sveinsson|Brynjólf Sveinsson]], síðar biskup, en Þorbjörg systir Péturs Guðmundssonar var mágkona Brynjólfs Sveinssonar. Brynjólfur kom honum í nám í [[Frúarskóli|Frúarskóla]] í Kaupmannahöfn og var Hallgrímur þar við nám í nokkur ár og sóttist það vel og var kominn í efsta bekk árið [[1636]] um haustið. Kynni Hallgríms við Brynjólf reyndust afdrífarík enda var Brynjólfur drjúgur stuðningsmaður sálmaskáldsins síðar á ævinni þrátt fyrir að Hallgrími kom illa saman við ýmsa embættismenn.
 
Þá bar svo til, að þetta haust komu til Kaupmannahafnar nokkrir Íslendingar, sem höfðu lent í [[Tyrkjaránið|Tyrkjaráninu]] [[1627]] og verið úti í [[Alsír]] í tæpan áratug. Var talið að þeir væru farnir að ryðga í [[Kristin trú|kristinni trú]] og jafnvel í [[móðurmál]]inu. Þess vegna var fenginn íslenskur námsmaður til þess að fara yfir fræðin með þeim og varð Hallgrímur fyrir valinu. Í þessum hópi var kona nokkur frá [[Vestmannaeyjar|Vestmannaeyjum]], [[Guðríður Símonardóttir]], gift kona, en maður hennar, Eyjólfur Sólmundarson (d. [[1636]]), hafði sloppið við að vera rænt. Urðu þau ástfangin hún og Hallgrímur og æxluðust mál þannig að hann yfirgaf námið og Danmörku og fór til Íslands með Guðríði, þegar hópurinn var sendur heim. Komu þau til lands í [[Keflavík]] snemma vors [[1637]] og var Guðríður þá ófrísk að fyrsta barni þeirra. Guðríður var allnokkru eldri en Hallgrímur, talin fædd [[1598]], d. [[18. desember]] [[1682]].