„Gyðingar“: Munur á milli breytinga

11 bætum bætt við ,  fyrir 7 árum
m (Tók aftur breytingar 157.157.121.43 (spjall), breytt til síðustu útgáfu Stabilo)
'''Gyðingar''' eru [[þjóð]], [[menning]]arhópur og [[Trúarbrögð|trúarlegur]] söfnuður sem á rætur að rekja til Hebrea í [[Austurlönd nær|Austurlöndum nær]] til forna. Menningarheimur Gyðinga, þjóðarvitund þeirra og trú eru tengd nánum böndum. [[Zíonismi]] á djúpar rætur í gyðingdómi. Fólk sem gengist hefur gyðingdómi á hönd, það er að segja trúskiptingar, er jafnrétthátt öðrum Gyðingum innan söfnuðanna og hefur stundum í sögu Gyðinga myndað meirihluta þjóðarinnar. Algengast er nú á dögum að fólk fæðist inn í gyðingdóm, enda eru ströng skilyrði fyrir því að taka trúna. Gyðingar eru minnihlutahópur í öllum löndum fyrir utan [[Ísrael]]. Þeir hafa verið ofsóttir í aldanna rás og náðu þær ofsóknir hámarki með [[helförin]]nni. Fyrir stofnun Ísraelsríkis árið [[1948]] höfðu Gyðingar í tvígang átt eigið ríki. Sökum flókinna tengsla þjóðarvitundar, trúar og ætternis er vandkvæðum bundið að kasta tölu á Gyðinga sem þjóð en áætlaður fjöldi Gyðinga í dag er á milli 12 og 15 milljónir, þar af búa flestir í Bandaríkjunum og Ísrael.
 
== Gyðingar og Gyðingdómur ==og írena
==
Fram til átjándu aldar féllu hugtökin Gyðingur og [[Gyðingdómur]] nánast alveg saman. Með tilkomu gyðinglegrar upplýsingar, Haskala, varð róttæk breyting á sjálfsmynd margra Gyðinga og litu þeir eftirleiðis á sig sem hluta þjóðarinnar án þess að vera iðkendur gyðinglegrar trúar eða fylgismenn hefða hennar.
 
Óskráður notandi