„Saga Íslands“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m Tók aftur breytingar 157.157.95.150 (spjall), breytt til síðustu útgáfu 2001:878:200:1053:10A1:D9E4:7D2B:7BCD
Lína 209:
[[Þjóðfundurinn 1851|Þjóðfundur]] var haldinn í Reykjavík sumarið [[1851]] að frumkvæði dönsku stjórnarinnar og þegar Jón Sigurðsson lagði þar fram frumvarp byggt á ''Hugvekjunni'' og ljóst að það yrði samþykkt ákvað fulltrúi konungs, [[Trampe greifi]], að slíta fundi í nafni konungs. Jón mótmælti og þingmenn tóku undir með orðunum: „Vér mótmælum allir.“ Eftir þennan fund var Jón óumdeildur leiðtogi í baráttu Íslendinga fyrir auknum réttindum. Hann barðist líka af mikilli atorku fyrir [[verslunarfrelsi]] og benti á slæm áhrif einokunarinnar. Árangurinn varð sá að verslun við Ísland var frjáls öllum þjóðum frá [[1. apríl]] [[1855]].
 
Árið [[1874]] fengu Íslendingar, svo sína fyrstu [[stjórnarskrá]] og var haldin mikil hátíð á Þingvöllum í ágúst um sumarið, þar sem Danakonungur heimsótti Ísland í fyrsta sinn en Jóni Sigurðssyni var ekki boðið. Þá fékk Alþingi [[löggjafarvald]] með konungi, sem hafði [[neitunarvald]] og beitti því stundum, og [[fjárveitingavald]], og Íslendingar höfðu því fengið takmarkaða sjálfsstjórn. [[Landshöfðingi]] var skipaður til að fara með æðstu stjórn landsins í umboði konungs og er tímabilið til 1904 kallað [[landshöfðingjatímabilið]].
 
=== Upphaf þéttbýlismyndunar og vesturfarir ===