„Saga Evrópu“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Lína 10:
 
== Miðaldir ==
Við [[fall Rómaveldis]] hófust [[miðaldir]] í sögu Evrópu. Á þessum tíma náði [[Austrómverska keisaradæmið]] yfir [[Suðaustur-Evrópa|Suðaustur-Evrópu]] og hluta [[Litla-Asía|Litlu-Asíu]]. [[Frankar]] lögðu undir sig stóra hluta Evrópu og [[Frankaveldið]] náði hátindi sínum undir [[Karlamagnús]]i um 800. [[Engilsaxar]] lögðu [[England]] undir sig skömmu eftir brottför Rómverja þaðan á 5. öld. Vald [[páfi|páfans]] í Róm óx samhliða því að þessar germönsku þjóðir tóku upp kristni. Síðasta skeið [[ármiðaldir|ármiðalda]] stóð [[víkingaöld]] yfir þegar [[Norðurlöndin|norrænir menn]] réðust á ríkin sunnar í álfunni og lögðu undir sig hluta þeirra. Í kjölfarið risu nokkur hertogadæmi [[Normannar|Normanna]] í sunnanverðri Evrópu á [[hámiðaldir|hámiðöldum]]. [[Krossferðirnar]] hófust sem svar við uppgangi [[Seljúktyrkir|Seljúktyrkja]] í Litlu-Asíu og árásum þeirra á Austrómverska veldið. Krossferðirnar leiddu til þess að [[Feneyjar]] og [[Genúa]] á [[Ítalía|ÎtalíuÍtalíu]] urðu öflug sjóveldi.
 
[[Mynd:Christopher_Columbus.PNG|thumb|right|Málverk af Kristófer Kólumbusi frá 1519]]