„The Legend of Korra“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 22:
}}
 
'''''The Legend of Korra''''' er bandarískur teiknimyndaþáttur skapaður af Bryan Konietzko og Michael Dante DiMartino. Þættirnir voru sýndir á Nickelodeon-sjónvarpsstöðinni frá 2012 til 2014. Sýning þáttanna var flutt yfir á Nick.com sumarið 2014 þar sem að síðustu 18 þættirnir voru sýndir. Þættirnir eru framhaldssyrpa af [[Avatar: The Last Airbender|''Avatar: The Last Airbender'']]. Þættirnir fjalla um næstu endurholgun Avatarsins og eftirmanneskju Avatar Aangs sem er unglingsstelpan Korra og þarf hún ásamt vinum að kljást við pólitíska andstæðinga í stórborginni nútímavæðandi heimi. Teiknistíll þáttana er byggður á japönskum teiknimyndum og nýtist einnig við asíska heimsspeki. Þættirnir glíma við ýmis flókin mál s.s. jafnréttishyggju, hryðjuverk, andahyggju, anarkisma, fasisma, áfallaröskun, kynjajafnrétti og kynhneigð.
 
Upphaflega áttu þættirnir að vera 12-þátta mínísyrpa en Nickelodeon pantaði 14 þætti í viðbót eftir að þeir sáu nokkra tilbúna þætti. Þessir 14 þættir voru gerðir að annarri þáttaröðinni og vegna vinsælda pantaði Nickelodeon seinna 26 þætti til viðbótar sem DiMartino og Konietzko skiptu upp í þáttaraðir þrjú og fjögur með 13 þáttum hvor.